Straumar - 01.10.1927, Side 13

Straumar - 01.10.1927, Side 13
S T R A U M A R 155 Frjálslyndisstefnan, eins og berlega kemur fram í ritum helztu manna hennar, heldur uppi vörn fyrir heiðri og tign Guðs, og fyrir því heldur hún einnig uppi vörn fvrir heiðri og tign mannsins. „Ofsækjendur Krists“. Séra Guðmundur Einarsson á þing- völlum hefir ritað grein um „kirkju og ríkisstjórn" í 23—24. tbl. Bjarma þ. á., sem hér skal stuttlega skýrt frá til fróðleiks og skemtunar. Segir klerkur, að nú á síðustu tveim árum sé slík ofsókn hafin gegn Iíristi, að stór hætta virðist muni stafa af fyrir land vort og þjóð. Öll liin guðlausu öfl sameinist gegn honum, kirkju lands vors, og þeim, sem trúi á Krist, en í þeim flokki telur presturinn sjálfan sig. þessi „guðlausu öfl“ eru, að dómi klerksins, ýmsir prestar þjóðkirkjunnar, en einkum þó nemendur Háskóians í guðfræði. Styður Háskólinn þá tii þess- ara guðlausu starfa, enda sé hann orðinn meginstöð ofsóknar- stefnunnar og frumkvöðull hennar, og þá fyrst og fremst kenn- ararnir í guðfræði. Geti naumast. heitið, að þeir sé evangelisk- lúterskir. í þessa guðlausu fvlkingu hafi svo bæzt kennarinn í hoimspeki, sem s. 1. vetur hafi haldið marga fyrirlestra gegn kirkju og kristindómi, og látið útvarpa þeim, engum til bless- unar. Ofsóknin er fólgin í því, að nemendur Háskólans í guð- fræði haldi því fram, „að þeim liafi verið kent það þar, að af- neita guðdómstign frelsarans, neita því að hann væri sannur guð, eingetinn sonur hins lifanda guðs“. — Ríkið styður þessar ofsóknir gegn Kristi á þann hátt, sem hér 'segir: það kostar Háskólann, sem „hefir það að markmiði að eyða allri Krists- trú á landi hér“ og lcennir prestsefnunum að starfa gegn Kristi. Auk þess kostar það annan skóla, kennaraskólann, og segir prestur, að hann virðist hafa svipað markmið. þá segir hann, að ríkið sjái um að hafa laun presta svo rír, að þeir geti sem minst gefið sig við kristindómsmálum, og það skeyti að engu óskum þeirra og bænum. „Ríkið, eða stjórn þess, styður þá til emliætta öðrum fremur, sem vitanlegt er um, að starfa gegn kirkju og Krists trú, og óvirðir með því prestastétt landsins". Á hann þar við skipun Ásgeirs Ásgeirssonar cand. theol. í fræðslumálastjóra-embættið, — en Ásgeir segir hann, að bæði hafi ráðist gegn Helga lector Hálfdánarsyni og Kristi. (þess má geta i þessu sambandi, að sr. Guðmundur sótti einnig um fræðslumálastjórastöðuna. Virðist mega álykta af þessu, að það hafi verið talsvert mikið glappaskot að veita prestinum ekki stöðuna, — en nú hefir hann að sjálfsögðu ærið að vinna, að rétta hluta Krists). Af þessu álylctar svo presturinn, að stjórnin sé „trúlaus", enda sé henni vorkunn, þótt hún álíti þá, sem fylgja vilja „kenningu feðranna" svo fáa og magnþrota,

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.