Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 17

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 17
S T K A U M A I 159 ar góðar eftir ýmsa presta. Mesta athygli mun vekja grein S. P. Sivertsens prófessors um Jesú Krist, son guðs. Er þar sýnt fram á, hve fráleitt er lað hugsa, að ekki sé nema einn skiln- ingur á þeim orðum í Nýja testamentinu, sá, að Jesús hafi ver- ið „getinn af heilögum" anda, og í öðru lagi, hve barnalegt er að leggja svo einstrengingslega áherzlu á þann skilning, að gera hann að skilyrði fyrir því, að maður geti talist kristinn eða átt sér sáluhjálp í vændum. Ennfremur eru þar bráðabirgða- tillögur um breytingar á Helgisiðabókinni. Mun sitt sýnast hverjum um þær, eins og vonlegt er. þar er góð hugvekja eftir S. P. S. prófessor, um kristilega festu, greinar um Guðbrand Hólabiskup, Jón ])orsteinsson píslarvott og Gandhi hinn ind- verska, fróðlegar og skemtilegar, og ýmislegt fleira. Prestafé- lagsritið er að mörgu gott rit og ætti skilið almenna iitbreiðslu. próun og sköpun eftir Sir Oliver Lodge er nú komin út. Hún er tæpar 100 síður í litlu áttablaða broti. Sýnir höfundur fram á, að niðurstöður vísindanna í hfeðlisfræði, eðlisfræði og stjörnuíræði komi að engu leyti í bága við þá skoðun trúar- bragðanna, að Guð hafi skapað heiminn. Rekur hann helztu niðurstöður vísindanna í heimsmyndunarfræði, og er það fróð- legur kafli, og sýnir svo fram á, að enda þótt veröldin sýnist vélgeng, þá muni henni þó líkt farið og öllum vélum, hve góð- ar sem eru, að einhver hafi smíðað hana, hún hafi ekki smíð- að sig sjálf. Bókin er skemt.ileg og nauðsynleg hverjum manni, sem um þessa hluti hugsar. Knútur Arngrímsson stud. theol. hefir þýtt bókina, og er þýðingin prýðisgóð í alla staði. Hcimilisguðrækni. Nokkrar bendingar til heimilanna, eftir séra Ásmund Guðmundsson skólastjóra, Sigurð P. Sivertsen prófessor og séra þorstein Briem. Rvík 1927. — Bæklingur þessi er skrifaður af einlægum vilja til að efla guðrækni í heima- húsum. pað er vafalaust, að bendingar sem þessar, geta orðið einhverjum til blessunar og leitt þá til meira bænalífs, og þá er vel. En hinsvegar er erfitt að setja mönnum reglur um, hvernig þeir skuli haga bænum sínum við hvert tækifæri, því að tilbeiðslan er svo mjög einkamál hverrar sálar og henni of viðkvæm til þoss, að hún sé reiðubúin að fremja hana eftir öllum „kúnstarinnar reglum" í'einhverju guðrækniskerfi. Agnú- arnir á allri „heimilisguðrækni" eru þeir, að það hefir revnst erfitt að samstiUa hugi manna mitt í argaþrasi daglegs strits til bænagerðar, svo að verulcg „uppbygging" yrði að. Húslestr- arnir og bænirnar verða plága á sumum, aðrir hlusta á fyrir siðasakir, en börnunum sárleiðist. — Hefir þetta oft leitt til yfirskins guðhræðslunnar, og að þesskonar „heimilisguðrækni"

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.