Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 6

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 6
148 STRAUMAli eilífu gTundvallarsannindum trúar og siðgæðis að endur- fæðast með hverri kynslóð og verða styrkur hennar og stoð í lífinu. Svo hafa jafnan úfar risið með hinum ýmsu flokkum kristninnar. Innbyrðis hafa þeir deilt um skilning ýmissa atriða, og hefur þar hver togað sinn skækil. í deilum þeim hefir einatt kent hatursþrunginna hugsana, en lítils bróð- uranda. En nú á síðustu árum, er eymdin hefir aukist mannkyninu svo mjög, vegna þessa síðasta heimsstríðs: og er hörmung og böl eru nærri þær einu heimanfylgjur, sem foreldrar geta gefið bömum sínum, þá hafa auga margra góðgjamra manna opnast fyrir því, að ekki tjái að hefja kristni meðal þjóðanna með fávíslegum flokka- erjum, heldur sé heill þessa mannkyns undir því komin, að gervöll kristnin sameinist í eina heild, er vinni að því með öllum þeim krafti, sem Guð kann að ljá henni, að græða mein manna, hindra hemað meðal þjóða og mynda á jörðu hér allsherjar bræðralag, sem lifir samkvæmt Guðs boðum. Ýmsir fundir, sem haldnir eru víðsvegar um heim, þar sem hver kirkjudeild á sinn fulltrúa, vinna nú að þessu. Vér íslendingar ættum eigi að reynast eftirbátar bræðraþjóða vorra í samheldni gegn sameiginlegum óvin- um kristninnar og öllu því, er andstreymt er trú og sið- gæði, þótt hinar ýmsu stefnur rökræði ágreiningsatriði sín. Ærin verkefni bíða vor, er krefjast átaka allra þeirra, sem unna réttlæti, trú og kærleika, hvort sem þeir teljast andahyggjumenn, rétt-trúaðir eða nýguðfræðingar. Lög- gjöf vor, eins og annara þjóða, byggist á heiðnum hugs- unarhætti, þar sem auga er heimtað fyrir auga og tönn fyrir tönn. Auðvaldsstefnan hefir skotið rótaröngum sín- um í þjóðlíf vort, og vill telja mönnum trú um, að sálar- heill fáist keypt fyrir gjallandi mynt. Auk þess bíða margskonar böl og bágindi þess, að úr rætist. Þjóð vor stendur á krossgötum. Andi tímans vill tæla hana inn á breiðan veg þeirrar siðmenningar, er hefir það

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.