Straumar - 01.12.1928, Page 3

Straumar - 01.12.1928, Page 3
STBAUMAR MÁNAÐABRIT UM KRISTINDÚM OG TRÚMÁL 2. ái'í Reykjavlk, í desember 1928 12. tbl. Hann kom þegar alt var orðið hljótt Hann kom, þegar alt var orðið hljótt, en úti var þögul vetrarnótt. eg fann það svo undur skýrt og skjótt, eg skelfdist og gladdist í einu. Eg leit upp, en alt var orðið breytt, mér ógnaði’ ei framar myrkur neitt, en alt virtist ljómandi litum skreytt frá ljóshaíi blikandi hreinu. Og röddin bans hvíslaði hljótt og blítt, sem hljómandi sönglag uncðsþýtt: — Fagnaðarerindi flyt eg nýtt: minn frið vil eg heiminum bjóða. Eg kem til þeirra, er þreyttir þjást, til þeirra, er veraldargengið brást; hjarta mitt titrar af einskærri ást til allra veraldarþjóða, — Og úti var nú sem áður hljótt, en inni í sál mér var Jólanótt, því alt, sem er dimt og ilt og ljótt, er orðið að vondum draumi, því konungur ljóssins kominn er og kertið frá jötunni stendur hér, það ljómar og skín og birtu ber að brúnni á Iieljarstraumi. ittHrgrrót, Jónsdóttlr.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.