Straumar - 01.12.1928, Page 15

Straumar - 01.12.1928, Page 15
STRAUMAR 189 Streymandi magn um lífsins leynda þræði, leitar frá blómsins rót að hjartans djúpi, huldustu vegi helgra sifjabanda. Himininn nálgast, fallast ljúft í faðma fjarlægust öfl, er sálir okkar geyma. Hugurinn kyrrist, hjartað einkis leitar; hér finn eg guð og skil, að alt er heima. Axel Oudmuudsbon. Merk bók. Páll postuli og: fruiukristuiu um dng-n haus. Eftir Magnús Jónsson prófessor i guðfræði. — Reykjavík 1928- Þessi merka bók er nýlega komin á bókamarkaðinn. Segir hún frá einhverri ástsælustu trúarhetju kristninnar, heiðingjatrúboðanum mikla, Páli postula. Um hann hefir verið ritað mikið á erlendum tungumálum, en hér birtist fyrsta skifti heilsteypt rit um Pál á íslenzkri tungu. Það, sem áður heflr verið ritað um hann á vorri tungu, er fremur lítið og alt í molum. Bókin er fyrst og fremst v í s i n d a r i t. Höfundurinn byggir á þeirn meginsannind- um, sem erlendir vísindamenn hafa komizt að fyrir ná- kvæmar rannsóknir þeirra staða og vega, er Páll ferðað- ist um, ásamt Bögu og siðum þeirra þjóða, sem hann heim- sótti og lifði og starfaði með. Þá er og stuðst við rann- sóknir fornra skjala og rita, sem varða sögu hans, auk aðalheimildarinnar, Po9tulasögunnar og bréfa Páls í Nýja testamentinu. — Um engan af mönnum frumkristninnar vitum vér svo mikið, að unt sé að skrifa sögu hans, nema Pál postula. Hann gnæflr einn upp úr hafl tímans svo

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.