Straumar - 01.12.1928, Side 16
l'to
S T R A U M A K
skýr, að lýsa má manninum sjálfum og starfi hans all-
nákvæmlega.
Áður en tekið er að skýra frá Páii sjálfum, er i stór-
um og ákveðnum dráttum sögð saga Síðgyðingdómsins og
frumsafnaðarins um það leyti, sem Páll kemur fram á
sjónarsvið sögunnar. Er það uauðsynlegt til skilnings á
Páli sjálfum, því að altaf mótast mennirnir, starfssvið
þeirra og starfshættir af umhverfinu. Páll postuli er eng-
in undantekning í þeim efnum, Þá kemur kafii um æsku
Páls og uppvaxtarár, mjög fróðlegur.
Þar næst segir frá afturhvarfi Páls hjá Damaskus* og
skoðunum hans á meginatriðum kristindómsins. (syndinni,
holdinu, endurlausninni, lögmálinu, trúnni, verkunum og
kristssambandinu). Er kafli þessi mjög skýr. Síðan er rak-
ið kristniboðsstarf Pals meðal heiðingjanna og árangur
þess. Ferðasögur Páls eru sagðar svo vel, að ánægja er
að lesa þær. Það er sem vér sjáum þostulann sjálfan fyr-
ir augum voium, þennan tilfinningaríka og viljasterka
mann, trúarhetjuna áköfu og hinn auðmjúka drottins þjón.
Hann hafnar öllu því, sem jafnan er talið dýrmætast hér
í heimi, fyrir málet'ni Krists; leggur á sig erfiði og hætt-
ur, gengur móti pyntingum og fjötrum — oft sjúkur —
djarfur og ákveðinn, frjáls og glaður. Dauðinn var honum
ávinningur og fagnaðarefni. Ekkert afl var svo máttugt í
þessum heimi, að það gæti hrakið trúarhetjuna hársbreidd
af þessum vegi, og þó gat hann eigi valið sér nokkurt
tignara heiti heldur en „þræll Jesú Krist*“.
öll þessi margþætta skapgerð nýtur sín ágætlega hjá
höfundi. En þó ber ef til vill af um síðustu kafla bókar-
innar, er hann lýsir Páli sem manni, líkamsvexti hans,
heilsufari og lyndiseinkun; trúarhetjunni, siðameistaranum,
og rithöfundinum. — Bókin endar á samanburði á kenn-
ingu Jesú og kenningu Páls. Þegar höf. heflr í stuttu máli
lýst prédikun Jesú, segir svo:
„Ef vér víkjum svo að guðfræði Páls, sem nokkuð
hefir verið lýst hér að framan, þá hljóta allir að sjá, að
* Birtist sá kafli i „Straumum“, I. Arg. 2. tb).