Straumar - 01.12.1928, Page 18

Straumar - 01.12.1928, Page 18
192 STRAUMAR vísindarit fullkomlega við alþýðuhæfi, en það hefir próf. M. J. tekist. Bókin er alþýðlegt vísindarit. Fyrir því getur hver sæmilega greindur maður haft hennar full not. Og það er ósk mín, að hún mætti komast inn á sem flest islenzk heimili. Hún fjallar um eitt af hugðarefnum allra kristinna manna, og veitir rækilega þekkingu á sögu frumkristninnar, einu af merkustu tímabilunum í sögu mannkynsins, og stórvirkasta og athafnaríkasta manni þess tímabils, postulanum Páli. Prestar og guðfræðingar munu að vonum fagna bók- inni sem góðurn gesti. Bókin er vönduð að frágangi. Aftan við hana er upp- dráttur, sem sýnir starfssvið og kristniboðsferðir Páls, en framan við hana er mynd, sem varðveizt hefir á gömlum bronsiskildi, og á hún að vera af postulunum Páli og Pétri. Kr. F. Stefilnsson. Biblmrannsóknir. ---- • Fraroh. L ú k asar gu ð sp j all er efnisríkast samstofna guð- spjallanna. Sérefni þess er mest og margar fegurstu frá- sagnir guðspjallanna eru í því. Það er ritað til þess að skrifa vandaða frásögn af Kristi, bygða á nákvæmum rannsókn- um höfundar. Auk þess hefir höf. þann tilgang að sýna fram á, að fagnaðarerindið sé ekki bundið við neina eina þjóð, Gyðingana, heldur sé því ætlað að ná til allra þjóða. Sýnir hann fram á, að fagnaðarerindinu hafi frá upphafi verið vel tekið af heiðingjum. Af þessu sést, að ritið er ætlað guðhræddum heiðnum mönnum, enda er það í upp- hafinu tileinkað einhverjum „göfugum Þeofílusi“, en auk þess ætlað til uppbyggingar heiðin kristnum söfnuðum. Eins og áður er vikið að, er Lúk. samið upp úr Mark., Ræðuheimildinni, og einni eða fleiri heimildum öðrum.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.