Straumar - 01.12.1928, Side 19

Straumar - 01.12.1928, Side 19
S T R A U M A R 193 Æskufrásögurnar eru líklega teknar úr annari heitnild, en annað sérefni guðspjallsins. Höf. Lúk. bræðir þessar heimildir meistaralega saman, svo að ritið fær fastan og fagran stílblæ, er enda talið bezt samið allra guðspjall- anna. Höf. er talinn Lúkas, lærisveinn Páls, Vita menn lít- ið annað um hann en það, að hann var læknir, og því mentaður maður (Kól. 4, 14), og trygglyndur var hann, því að hann var hjá Páli í fangelsinu í Róm, þegar allir aðrir höfðu yfirgefið hann (2. Tim. 4. 11). Lúk. guðspjall hlýtur að vera ritað seinna en Mark., og líklega ekki fyr en eftir 80, en fyrir 100. Surnir hafa viljað færa tímann nokkru lengra aftur, en úr þessu efni verður ekki skorið. Jóhannesarguðspjall er fjórða rit N. T., sem hlotíð hefir guðspjallsheitið. En það er þó afar ólíkt hinum guðspjöllunum á marga lund. Bæði er það, að efni þess er að mestu leiti sérefni, fáar frásögur sameiginlegar sam- stofna. guðspjöllunum, og svo er frásagnaraðferð og stíll þess alt öðruvísi, og mynd sú, er það dregur upp af Jesú harla ólík þeirri, sem vér fáum við lestur þeirra. Sam- stofna guðspjöllin segja sögur sínar til að varðveita þær frá gleymsku, en .Tóh. segir þær til að leggja út af þeim. Hann hættir stundum við þær í hálfu kafi, en steypir sér út í útlistanir og prédikun. (T. d. 3. kap., sagan af Nikó- demusi). Jóh. guðspj. er því miklu fremur prédikun eða fræðirit, en sögurit, en sögurnar notar það sem texta. Stíllinn er flókinn og langdreginn, endurtekningar margar, og víða þungskilinn. Orð, Jesú í samst. guðspjöllunum eru stuttar hnitmiðaðar settningar, en Jóh. lætur Jesú halda langar ræður og flóknar. Mynd sú, er samstofna guðspj. draga upp af Jesú, er'mynd spámanns, er berst gegn siðspillingu þjóðar sinn- ar, elskar hana og grætur yfir henni, brýnir fyrir henni kærleikann til guðs og náungans, hjálpar og læknar og gerir kraftaverk af kærleika og miskunnsemi, en hann minnist sjaldan á Messíasar-tign sína, og bannar lærisvein- um sínum að halda henni á lofti. Jesú talar yfirleitt mjög lítið um sjálfan sig. En alt-

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.