Straumar - 01.12.1928, Síða 20

Straumar - 01.12.1928, Síða 20
194 STRAUMAR annað er uppi á teningnum i Jóh. guðspj. Þar talar Jesú um sjálfan sig við hvert tækifæri og segir berlega frá því, að hann sé Messías. Kraftaverkin gerir hann fil að sanna Messías-tign sína, og hyltist til að gera þau sem stórkostlegust, (t. d. uppvakning Lazarusar). Kristmynd Jóh.. guðspj. er því mjög svo ólík Kristmynd hinna guð- spjallanna, og geta þær ekki samrýmst. Alt bendir þetta til þess, að höf. er ekki að segja sögur úr lífi Krists, heldur að ljrsa honum, hver hann var, eftir þeim skoðunum, sem hann hafði um hann, en leggur Kristi sjálfum lýsinguna í munn, en hér er ekki rúm til að fara frekar út í Kristfræði Jóh. Höf. Jóh. guðspj. hefir þekt samstofna guðspjöllin því að á nokkrum stöðutn tekur hann sögur næstum orðréttar, upp úr þeirn. En annars ber Jóh. guðspj. ekki saman við þau í ýmsum verulegum sögulegum atriðum. T. d. skýrir þar svo frá, að Jesú hafi hafið starfsemi sína í Júdeu og starfað þar samtímis Jóhannesi skírara alllanga hríð. I Júdeu kallar Jesú fyrstu lærisveinana til fylgdar við sig, og þeir vita strax, að hann er Messías. En þetta er í beinni mótsögn við hin guðspjöllin (sbr. Mark. 1.). En það mun þó flestra álit, að í þeim efnum séu þau áreiðanlegri lieim- ildir. — Guðfræði Jóh. er runnin að sumu leyti frá guð- fræði Páls, en margt er þar þó úr heiðinni heintspeki, sem kristnir menn reyndu snennna að bræða saman við hina kristnu kenningu. Af þessu sést, að Jóh.guðspjall hlýtur að vera ritað nokkuð seint, eða eftir að samstofna guðspjöllin voru rit- uð, — og guðfræði Páls var orðin ríkjandi. Er talið að það muni ritað um aldamótin 100 eða laust eftir þau. Nánar verður ekki kveðið á um það. Höfundur Jóhannesarguðspjalls hefir Jóliannes postuli Zebedeusson verið talinn. Ekkert stendur þó um það skýr- um stöfum í guðspjallinu. En þeirrar skoðunar verður fyrst vart laust fyrir 200 e. Kr. og hélzt hún siðan fram á síðu8tu öld. Þá fóru menn að efast um, að svo gæti verið, og má nú telja það eins sannað mál og hægt er um slíkt efni, að Jóhannes postuli hafi ekki samið ritið,

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.