Austurstræti - 27.07.1938, Qupperneq 10

Austurstræti - 27.07.1938, Qupperneq 10
AUSTURSTRÆTI Vórnæturlíf í borginni. Umhverfis pulsuvagnana. Hvað gerist ábílstöðvunum? Húsið við Hverfisgötu o. fl. Eftirfarandi gTcin var ritinu send nafnlaus. Er rétt að geta þess, að því filefni gefnu, að náfnlausar greinar verða helst ekki birtar nema þeim fylgi fult nafn höfundar til útgef. En þar éð grein þessi er að mörgu leiti orö í tíma talað og fremur létt og skemtileg af- lestrar, var gerð undantekning frá reglunni í þetta sinn. Þó höfum vér leyft oss að gera nokkrar breytingar og fella burtu, þar eð hún var frá höfundar- ins hendi sumstaðar nokkuð berorð og persónuleg. Mundi það síður hafa ver- ið gert, hefðum við þekt nafn höf. og hánn verið reiðubúinn að standa við orð sín. Vísirarnir á torgklukkunni eru að færast á 12. Fólkið streymir út frá kaffihúsum og kvíslast í smástraumum út um allar götur börgarinnar. Blá- rökkvuð vornóttin sveipar alt í hálfskugga. Ys dagsins smá- dvínar. Sumar göturnar í út- hverfum virðast algerlega komn- ar í auðn. Aðeins endrum og eins heyrist einmanalegt fóta- :ak á gangstéttinni, svo opnast einhverjar útidyr. Hurðin skell- ur í lás. Og gatan er hljóð sem rr. Suður með tjörninni, sem sefur logndimm við bakkana, reika ennþá smáhópar, sem eru að drekka í sig vornæturfriðinn áður en horfið er til hvílunnar. Yfir tjarnarbrúna leiðist barn- ungt ,,par“. Þau hverfa nokkr- um augnablikum síðar í vestur, og göturnar loka sér að baki þeirra. Niður á Lækjartorgi er ennþá alt iðandi af fólki, ys og þys. En svo leggja strætisvagnarnir af stað í síðustu ferð sína. Stórar, gular ófreskjur, fullar af lifandi verum, sem mjakast áfram um bæinn, másandi og hvásandi eft- ir ótal krókaleiðum og spýta svo fólkinu hér og þar út um gin sín eða gleypa annað í stað þess. -r- En eftir litla stund eru þeir einn-: ig þagnaðir og horfnir ... 74

x

Austurstræti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.