Austurstræti - 27.07.1938, Side 11

Austurstræti - 27.07.1938, Side 11
AUSTURSTRÆTl Klukkan er eitt. En ég hefi á- kveðið að vaka þessa vornótt. — Ég geng aftur niður í bæinn eft- ir hljóðri götu og mæti aðeins einum einstökum vegfaranda, sem hraðar för sinni og lætur hattinn slúta. En þegar ég kem niður í Bankastrætið, verða á vegi mínum smáhópar, sem virðast ekki vera á heimleið. Þeir slangra fram og aftur um gangstéttina. Og niður á torginu g við Útvegsbankahornið eru þéttir hópar af bílum og fólki. Kliðurinn frá þessum óasa í eyði mörkinni berst út í þögn nætur- innar, — blístrandi strákur á hjóli smýgur framhjá og hverfur með flughraða vestur Austur- strætið. Er það sem mér sýnist? — Er borgin vöknuð strax aftur. — Mér virtist langtum fámenn- ara hér og þögulla fyrir hálf- tíma síðan. Ég staðnæmist við pulsuvagninn hans Bensa undir Útvegsbankanum, Austurstræt- ismegin. Við Bensi erum kunn- ingjar og ég er að hugsa um að fá mér í nefið hjá honum. En það er nú hægara sagt en gert. Þar er blátt áfram blindös þessa stundina. Bensi réttir í sífellu á H.f. Rafmagn Vesturgötu 10 Annast allskonar lagnir og viðgerð- ir, bæði úti í bæ og á vinnustofunni. Selur: Rafmagnselda vélar. Perur o. fl. báðar hendur pulsur, sinnep, vínarbrauð, mjólk, og fransk- brauð. Og armar hans ganga blátt áfram með óskiljanlegum vélrænum hraða, og þó er ekk- rt lát á hrópunum: „Tvær pulsur!“ ,,Eina mjólk!“ „5 pulsur!“ og nú hrópa marg- ir í einu. Og það byrja stympingar bak við vagn- inn. Tveir bílar bíða bak við gangstéttina, sá þriðji rennir að, llir fullir af fólki. Út úr ný- komna bílnum staulast feitlag- nn betri borgari. Ég þekki þar 75

x

Austurstræti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.