Austurstræti - 27.07.1938, Qupperneq 16

Austurstræti - 27.07.1938, Qupperneq 16
AUSTURSTRÆTI Al þýð u kveðskapu r. Vestfirskur hagyrðingur kveð- ur, einn hryssingslegan þorra- dag: Fýkur mjöll um freðin völl frosið brakar vatnaþak. Nakin fjöllin næðir öll níst við klakans heljartak. ★ í öðru hefti ,,Austurstrætis“ birtust nokkrar vísur eftir hagyrðing er nefnir sig Loka. — Hér kemur ein til viðbótar. Segir Loki hana orta eina and- vökunótt í skammdegi fyrir mörgum árum. Svífur svæðið yfir svefn, — að augum stefnir. Drauma sæta dreymir drótt um myrka nóttu. Blunda fögur, — bundin, — blóm — í klakadróma. Hvíslast héluhríslur hnugnar um kaldan glugga. ★ hverja stranga uppeldisstofnun, klæða þær í striga og nota á ] ær vöndinn, eins og í gamla daga. Gömul kona. Eftirfarandi staka var einn- ig ort í skammdegi norðanlands af ónefndum höfundi: Yfir hæð og daladrög, dimmir hræðilega. Raula ég kvæða raunalög rökkrið fæðir trega. ★ Þegar Seyðisfjörður var raf- lýstur, þóttu það vitanlega tíð- indi mikil. Þá orti Karl heit- inn Jónasson, spítalahaldari: Nú er orðið alt um kring uppljómað með raflýsing. Hvergi skot sem skuggi er í — Skyldi fólkið una því. ★ ,,Austurstræti“ vill fara þess á leit við hina mörgu reykvísku hagyrðinga, að þeir sendi rit- inu stökur sínar til birtingar. Svo margir eru þeir, að úr miklu ætti að vera að velja. Mun verða reynt að birta dá- lítið sýnishorn af Reykvískum alþýðukveðskap í næstu heft- um. Jafníramt heitir ritið 5 króna verðlaunum fyrir þá stöku um ,,Austurstræti“, sem útgef. líkar best. — Geta þeir, 80

x

Austurstræti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.