17. júní - 01.06.1925, Page 11

17. júní - 01.06.1925, Page 11
17. JUNI 11 Um þessar mundir ruddu frjálslyndar hugsanir sjer íil rúms meðal sænskra siúdenta, en þegar fjelagar og jafnaldrar Brantings ljetu sjer nægja borgarlegt frjálslyndi (Liberalisme) þess tíma í mótstöðunni gegn afturhaldinu og að mörgu leyti úreltum stjórnarlögum, sem þá voru ráðandi í landinu, gekk hann meira en feti framar og gerðist tals- maður þeirrar stjettarinnar, sem þá var án pólitískra rjettinda, og varð hinn fyrsti jafnaðarmaður Svía. Já, — fyrstur varð hann nú ekki — ekki bókstaflega. Það var fátækur klæð- skeri fiá Skáni, sem flutti eldinn með sjer frá Þýskalandi, en það var í höndum Brantings, að sá eldur varð að báli, sem sveið og brendi gamlar villur og gamalt ranglæti, en sem um leið bæði lýsti upp og vermdi í huga og hjarta flokksbræðra hans. Branting var skapari hinnar öflugu og heilbrigðu verkmannahreyfingar í Svíþjóð, og flokksmenn sína agaði hann og ól upp — bjó til sterk fjelagssam- bönd og vel mentaðan stjórnmálaflokk með djúpri ábyrgðartilfinning fyrir þjóð- og þingræði, úr rjettindalausum, samtakalausum og möglandi hópum vinnulýðsins. En orustulaust gekk það ekki. Þegar Branting fylkti sjer undir merki verkmannasamtakanna, átti stefnan ennþá „enga biskupa, að eins pislar- votta“. Og á þeim dögum var stjetta- munurinn meiri í Svíþjóð, en vjer, sem lifum á meiri jafnrjettistímum, eiginlega gerum oss í hugarlund. Það er því skiljanlegt, að margir risu öndverðir gegn liðhlaupsmanninum úr flokki menta- og menningarstjettanna, pró- fessorssyninum, sem hljóp burtu frá vísindunum til þess að halda „æsinga- fundi með ræflalegum verkamönnum"; og í mörg ár var hann ofsóttur fyrir hugsjónir þær, sem hann — einnig af kappi — hjelt fram í ræðu og riti, og mörgum hrylti við nafni hans, eins og það flytti holdsveikissmitun. Branting galt högg við höggi og kvartaði ekki, en að sjálfsögðu fjell honum oft þungt ýms áburður, og einnig að verða að loka að baki sjer öllum dyrum, sem áður höfðu staðið honum opnar. Han var ekki lagður af stað af neinu stjettahatri, heldur af rjettlætistilfinning og knúinn af með- aumkun og kærleika til þeirra, sem fyrir órjettinum urðu; þess vegna var bardaginn honum að sjálfsögðu þyngri, en flestum flokks- og fylgismönnum hans úr hóp vinnulýðsins. Hann stofnaði blaðið „Social-Demo- kraten" árið 1886, og tíu árum síðar tókst verkamönnum að koma einum þingmanni að, Branting varð þá fyrstur fulltrúi þeirra á ríkisþinginu. Eftir það fóru gáfur hans, mælska og hið göfuga lundarfar að hafa áhrif, einnig meðal mótstöðumanna hans, og traust alþýðu á honum fór sívaxandi. Hann varð fyrir verkamenn Svíþjóðar hið sama og alþýðuhöfðinginn Engil- brekt Engilbrektsson hafði verið fyrir sænska bændur í uppreistinni gegn kúgunarvaldi Eiríks konungs frá Pom- mern á miðöldunum. Árið 1917 vatð Branting fjármálaráð- herra í sameiginlegri stjórn frjálslyndu flokkanna, en sagði skömmu síðar af

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.