Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 12

Morgunn - 01.07.1974, Page 12
10 MORGUNN um þá. Og Danakorungur er svo reiður út af þessum kveðskap, að hann ætlar að halda liði hingað til lands. En áður en hann leggur af stað í þessa ferð, bauð hann „kunnugum manni at fara í hamförum til fslands ok freista, hvat hann kynni segja honum; sá fór í hvalslíki“. En hann kemst aldrei að landinu fyrir landvættum, hvar sem hann leitar fyrir sér, og fer hann þó kringum landið. Fjöll öll og hólar voru full af landvættum, sumt stórt, en sumt smátt. tJr Vopnafirði kom dreki mikill, og fylgdu honum aðrir ormar, pöddur og eðlur, og blésu eitri á hann. Or Eyjafirði kom fugl svo mikill, að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annara fugla bæði stórir og smáir. Á Breiðafirði kom móti honum griðungur mikill, óð hann á saúnn út og tók að gella ógurlega; fjöldi landvætta fylgdu honum. Og fyrir austan Reykjanes kom móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöll- in, og margir aðrir jötnar með honum. Snorri telur upp í þessu sambandi þá höfðingja, sem hafi verið í Vopnafirði, Eyjafirði, Breiðafirði og ölfusi, og það bendir á, að menn hafi trúað þvi, að þessar landvættir fylgdu þeim. En i Landnámu er enn greinilegri bending um það, hvernig landvættir, eftir trú for- feðra vorra, fylgdu einstökum mönnum og veittu þeim full- tingi. I>rír synir Mold-Gnúps hétu Björn, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjandi. Landnáma segir svo frá þeim: „Björn dreymdi um nótt at bergbúi kæmi at honum ok bauð at gera félag við hann, en hann þóttist játa því; eftir þat kom hafr til geita hans, og timgaðist þá svo skjótt fé hans, at hann varð skjótt vellauðigr; síðan var han Hafr-Björn kallaðr. Þat sá ófreskir menn, at landvættir allar fylgdu Hafr-Birni til þings, en þeim Þorsteini ok Þórði til veiðar ok fiski“. Kristnin amaðist við þessum vættum, þó að þær virtust ekkert vilja gera annað en gott, eins og berlega má sjá á þættinum af Þorvaldi víð- förla. En enn í dag fullyrðir skyggnt fólk, að með og á undan sumum mönnum sjáist verur, sem ekki eru að sjálfsögðu i mannslíki. Vér vitum ekkert, hvernig á þessu stendur og get- um enga grein gert oss fyrir þvi. Að minnsta kosti get ég það ckki. En þessar staðhæfingar ófreskra nútíðarmanna benda á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.