Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 80

Morgunn - 01.07.1974, Page 80
78 MORGUNN ,,allt er í heiminum hverfult“, og að enginn getur verið óhult- ur um sína jarðnesku hamingju. — Allir viti bornir menn við- urkenna þetta að vísu í orði kveðnu, en það er ekki sama sem að verða sjálfur fyrir barðinu á þessum óþægilega sannleika. Sorgin er allt i kringum oss, eins og vér vitum, en það er að- eins þegar hún heimsækir oss og verður að þvi, sem kalla mætti persónulega uppgöívun vor sjálfra, að hún fer að hafa eitthvert veruleikagildi fyrir oss og verða oss að viðfangsefni, sem vér verðum að fá lausn á. Alveg sérstaklega á þetta þó við um dauðann. Og þvi er það, að hann er oft fyrsti andlegi vekjarinn í lifi margra manna. Og hann er vekjari, sem stund- um er svo magnaður að hann getur læknað það, sem kalla mætti hreina andlega svefnsýki. En nú skulum vér athuga ofurlítið það vigslugildi, sem dauðinn hefur fyrir þann, sem hann tekur burt, — og má ekki minna vera, en að því efni séu nokkur skil gerð, því að auðvitað er hinn „dáni“, sem svo er nefndur, hinn raunverulegi vígsluþegi, jafnvel þótt þeir, sem eftir lifa, fái oft sína vígslu um leið. — I hverju er hún þá fólgin, þessi vígsla, sem vér eigum öll í vændum, — Þessi nýja reynsla, sem áreiðanlega er ólík öllu, sem vér eigum að venjast á hinu jarðneska tilverusviði? Er hún kvíðvænleg eða er hún ef til vill tilhlökkunarefni, eða eitthvað þar á milli? Og hvernig eigum vér að búa oss undir hana? — Á þessa leið hefur oft verið spurt, og er víst óhætt að fullyrða, að síðan homo sapiens (hinn hugsandi maður) varð til, einhvern tíma í árdögum, hafi hann fram á þennan dag alltaf við og við verið ónáðaðir af slikum spurningum. Þessar spurningar eru ekki vottur um sálsýki, eins og sumir yfirborðsmenn nútímans halda fram, heldur eru þær þroska- merki. Hver sá, er í fullri alvöru og af innri þörf spyr slíkra spurninga, er að minnsta kosti farinn að rumska, og þó að svefnhöfgi jarðhyggjunnar falli ef til vill yfir hann aftur, hef- ur ekki verið til ónýtis spurt. Svefninn verður ekki eins djúp- ur og þekkingarþörfin mun sækja á með meira afli síðar. — Ég bið engrar afsökunar á því, að ég svara þessum spurn- ingum hiklaust, og að svo kynni að virðast, að ég talaði eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.