Sjómaðurinn - 01.03.1939, Side 10

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Side 10
2 SJÓMAÐURINN Bjarni Kristjánsson skipstjóri : A Frækileg sigling hraðskreiðasta seglskips Islendinga. X SEGLSKIPATlMABILINU komu mörg góð og hraðskreiö seglskip hingað til lands, en nú eru þessi góðu skip horfin, og margir ])eirra kjarkmiklu og góðu drengja, sem sigldu á þeim. Er nú minningin ein eftir, en fyrir henni þurf- um vér íslendingar ekki að hera kinnroða, því að allir vita, að þilskipin sköpuðu stórútgerð hér á landi, og voru undirstaða undir sjálfstœði landsins, bæði í fjárhag og stjórnmálum. Er vonandi, að einhver ritfær maður og kunn- ugur skrifi sögu þessara skipa, meðan þau eru ennþá í fersku minni. Fara hér á eftir nokkrar endurminningar frá })eim tíma, er Stýrimannafélag íslands var stofn- að og íslenzk seglskip voru síðast notuð landa á milli. Á ófriðarárumun keypti hf. Kveldúlfur skonn- ortuna Huginn hingað til lands. Er óliætt að segja, að hann hafi verið hraðskreiðasta skip, sem undir íslenzkum fána hafi siglt í utanlands- siglingum. Eg átti því láni að íagna, að verða háseti á skipi ]>essu, nokkru eftir að það kom hing- að, og skal hér fyrst getið kafla úr Spánarferð einni frá ófriðarárunum. Frá Reykjavik var haldið vorið 1918, og var ferðinni heitið til Rarcelona, með viðkomu i Gihraltar til athugunar. Jón Kristófersson, nú skipstjóri á Eddu, var skipstjóri. Var siglt vestur í mitt Atlantshaf, vegna kaf- hátahernaðarins, og gekk all vel, uns vindur kom á móti, er vér nálguðumst Gihraltarsund. Svo sem kunnugt er leggur strauminn ávalt inn í sundið, frá Atlantshafi; er þvi auðvelt að kom- ast inn, þótt vindur sé á móti. Morgun þann, er vér komum að sundinu, sáum vér úti við sjón- deildarhring seglskip fram undan. Skip þetta var einnig á innleið, og var farið fram lijá því um hádegi. Sást þá, að skip þetta var þrísigld skonn - orta, William Morlon, frá St. John’s á Ne'wfound- land. Komum vér inn til Gibraltar um kveldið, en skipið ekki fyr en daginn eftir. Þann sama dag fór dönsk skonnorta, Neplun, frá Gibralt- ar, áleiðis til Rarcelona. Var nú legið þrjá daga, þar til er leyfi fékst til þess að halda áfram. Voru tveir menn settir á næturvörð, og lágu þeir alla nóttina hvor við sinn borðstokkinn með skammbyssu, vegna sjóræningja, sem réðust oft á nóttu á smáskip þau, sem fiskfarm fluttu. Var nú haldið af stað lil Barcelona, og var vindur allhvass á móti mest-alla leið; stóð sú ferð fimm daga. Má víst kalla það í meðallagi, þar sem vegalengdin er um fimm liundruð sjó- milur. í Bareelona var legið i sjö daga. En er farið var úl úr höfninni, mættum vér Neptun á innleið! Var síðan haldið lil Ihiza og hlaðið þar full- fermi af salti lil Hjalteyrar. All gekk vel lil Gi- hraltar aftur, þótt vindur væri að mestu á móti, sem áður. Urðum vér næsla forviða, er vér sá- um, að þar lá fjöldi allskonar seglskipa frá mörg- um þjóðum; var það fögur sjón að sjá. Kom þá í ljós, að ástæðan var sú, að skip þessi, seni voru öll á útleið, orkuðu ekki að sigla á móti hinum sterka straumi, sem áður var getið. og látlausum vestanvindi, sem hafði blásið þar á annan mánuð. Höfðu mörg skipanna reynt að komast út, en öll hrakist aftur á bak, inn i Mið- jarðarhaf. Var ])etta hættulegt siglingalag, vegna kafháta og tundurdufla, sem þá voru þar um slóðir. Var því hyggilegast að liggja inni, uns lciði kæmi; enda sögðu menn og, að það segl- skip væri ekki til, sem gæti komist út Gihraltar- sund í mótvindi. En Jón skipstjóri liélt þó, að reyna mætti það, þar sem Huginn hafði oft ork-

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.