Sjómaðurinn - 01.03.1939, Side 21

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Side 21
SJÓMAÐURINN 13 fór svo í bátinn með þriðja niann. Rérum við svo að línuveiðaranum. Skipstjórinn var á stjórn- palli — i brúnni — og fór ég lil lians til að semja um fiskkaupin. Hann sagði, að þá vanl- aði brauð, og kvaðst eg geta bætt úr því, ef þeir gælu etið Knekkbrauð. Við liöfðum marga poka af þvi, því það liafði fylgt með skipinu, þegar það var keypt. Var bann mjög ánægður ýfir því. Sagði bann nú köllunum að kasta fiskinum nið~ ur í bátinn bjá okkur. Fór ég nú af stjórnpalli frá skipstjóranum og niður á þilfair, og ætlaði að lita vfir fiskinn, sem við áttum að fá. Ég kom þá auga á fallcga lúðu, sem bafði verið tekin dálítið afsíðis. Ég fór þá upp á stjórnpall til skipstjórans aflur, dró upp flöskuna og fékk lionum. Ilýrnaði nú beldur yfir karli, og opnar hann gluggann á stjórnpallsbúsinu og kallar: „Hiv Kveiten der ned i Baaten, Guttar.“ Við rer- um nú að skipi okkar og sóttum brauðið. Síð- an kvöddum við hvorir aðra mcð flöggunum og fór liann sína leið. Nú lágum við þarna í logni og komumst ekk- ert áfram. Var nú liðinn tæpur mánuður frá því að við lögðum af stað frá Halmstad. Sá ég fram á það, að við mundum þurfa að fara inn til Þórshafnar og bæta við okkur matvæl- um, því að matarskömtun var i Svíþjóð, er við vorum þar, og fcngum við þar skamlaðan mat til 5 vikna. Eftir að bafa legið þarna í logni nokkurn tima, fengum við loks vind af vestri og þokusúld. Var nú farið að slaga i áttina lil Þórsliafnar. Vind- ur fór vaxandi, og sigldum við slag i slag — eða bóg i bóg. Eftir rúmt dægur griltum við loks suðuroddanu á Nolsoy. Við böfðum þá ekki séð land, síðan við sleptum eyjunni Foula, sem er vestust af Sbetlandseyjum. Nú var kominn strekkings vindur, svo að fækka varð seglum. Bæði bramsegl voru gerð föst og millumsegl. Vorum við nú á suðurslag,með vind inn ástjórn borða, og sigldum suður undir Sandey. Var ])á lagt yfir og siglt beitivind með vind inn á bak- borða (bakborðsbáls) og náðum við þá Þórsliöfn. En við náðum ekki nema utarlega á vikina, og lögðumst þar dýpstir skipa. Þegar við vorum nýlagstir, kemur til okkar bátur, mannaður 7 mönnum. Var þar kominn bafnsögumaðurinn fráNolsov. Vildi hánn nú taka okkur inn á böfnina i Þórsböfn; bann vildi, að við léttum akkerinu, svo að hann gæti fært okk- ur lengra inn á víkina. Ég vildi nú belst liggja kvrr, þar sem við vorum lagstir. En hann sagði svo vondan botn þarna, að þegar straumnum skifti, mundi akkerið ekki halda. Ég benti bon- um á, að skipið væri þungt í vöfum og stirt til snúninga, á svo litlu plássi, sem bér var um að ræða, og sérstaklega erfitt að fá það til að stagvenda, ef misvindar væru. En bann bélt sig nú vanann að stjórna seglskipum liérna, og ])á sama bvaða tegund af þeim væri. Endirinn varð sá, að létl var upp akkeri, segl selt og byrjað að slaga vestar á víkina. En á öðrum slag ueitaði dallurinn vendingu, og höl- uðum við ])á rárnar þannig, að vindurinn kom öfugt í seglin, — „brösuðum bakk á báðum topp- um“ — eins og það er kallað á sjóaramáli. Hrakti okkur nú út víkina aftur, svo að við urðum að leggjast lítið eitl dýpra en áður, og varð nú að láta sér það vel líka. Var nú veður bið versta; vestan stormur og rigning. Hafnsögumaðnrinn áleit nú of hvast til þess, að liann kæmist heim til Nolsoy. Varð bann nú að vera hjá okkur um nóttina með sína menn og urðu þeir fegnir þeim málalokum, því að þeir voru orðnir bæði votir og kaldir. Var svo búið um ])á í borðsalnum og lilúð að þeim el'tir föngum, fékk nú Iiver þeirra góðan snaps; undu þeir sér bið besta og voru hressir og kátir. Morguninn eftir var enn sami stormurinn. Ég fékk nú bafnsögubálinn og menn hans til að fara með mig í land, og samdi ég við bann, nm að flytja mig á milli, meðan stormurinn liéld- ist. Átti bann að fá 100 kr. fyrir leiðsöguna og aðstoð við að komasl á milli skips og lands þenn- an dag. Um kvöldið fór að bægja, svo að við settum okkar bát út, og hafnsögumaðurinn fór nú frá okkur og vfir til Nolsoy. Næsta dag var veður allgott, en vindur óliagstæður fvrri part dagsins. Um kvöldið kaldaði af austri. Var þá létt upp akkerum, öll segl sett og sigll af stað suður með Straumey, og af því að kaldinn var góður, og var beint á eftir, var stefnan sett i gegnum sundið fvrir sunnan Straumey. En þeg- ar komið var i sundið, dó út þessi kaldi, og sléll- lygndi. Nú kom austurfallið og tók okkur aust- ur fyrir eyjarnar og suður með Sandey. Lognið bélst alla nóttina, og daginn eftir fram undir kvöld, og bafði þá vesturfallið tekið skipið inn i sundið milli Litla Dimonar og Suðureyjar. Er við vorum komni litið eitt vestur fvrir Dimon, var komið að fallaskiftum, og óttaðist eg að straumurinn tæki okkur á Klettinn, því að við urðum iskvggilega nærri honum með vesturfall- inu. En rétt þegar fallinu var að skifta, rann Frh. á bls. 19.

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.