Sjómaðurinn - 01.03.1939, Page 38
30
S JÓMAÐURINN
að fundir hafa verið lialdnir aðeins þegar mögu-
leikar voru á þvi að ná félögunum saman og
það á hinum ólíklegustu stöðum. Hafa nokkr-
ir fundir t. d. verið haldnir í Kaupmannahöfn.
Eins og gefur að skilja var viðfangsefni
flestra fundanna launakjör stýrimanna og rétt-
indi þeirra. Aðalviðfangsefnið var auðvitað að
semja við Eimskipafélagið, sem í upphafi var
í raun og veru eini atvinnurekandinn.
Eftir því sem liægt er að sjá af fundargerða-
bók félagsins, eru fyrstu samningar félagsins
gerðir við Eimskipafélagið i janúar 1922, en
uin slíka samningagerð hafði áður verið rælt í
félaginu.
Samkvæmt þessum samningum, sem eru
fyrstu heildarsamningar stýrimanna hér á landi,
var kaupið i aðalatriðum eins og liér segir:
Lágmarkslaun 1. stýrimanns kr. 450.00 á mán-
uði, 2. stýrim. kr. 375.00, 3. stýrim. kr, 288,00,
Hámarkslaun 1. stýrim. 525.00, 2. stýrim. 435.00,
3. stýrim. 318.00.
Þá var og ákveðið að sumarleyfi stýrimanna
skyldi vera 15 dagar 1. árið, og siðan 20 dag-
ar. Á strandferðaskipi ríkisins skyldi vera 10%
hærra kaup. Ennfremur voru stýrimenn trygð-
ir gegn slysum, er þá kynni að henda um borð
i skipunum, fyrir 15 þús. kr. Þá var slysatrygg-
ingin ekki komin í lög.
Samningar þessir voru óhreyttir að mestu
leyti lil ársins 1925, þrátt fyrir vaxandi dýrtið,
og það þótt öðrum stéttum hefði tekist að hæta
sín kjör með samningum. Var því fullkomið
ósamræmi milli launa stýrimanna og annara á
skipunum, sem síðar hefir verið reynl að lag-
færa, en ekki tekizt enn til fulls.
Árið 1925 hækkar svo kaupið. Þannig að lág-
markslaun 1. stýrimanns verða 518 kr. 2. stýri-
manns 432.00 og 3. stýrim. 332.00 og liámarks-
launin: 1. stýrim. kr. 593.00, 2. stýrim. 492.00
og 3. stýrim. 362.00. Önnur hlunnindi héldust
óhreytt í þessum samningum.
1926 minnkar dýrtíðin og er þá af öðrum
stéttarfélögum, sem hlut átlu að máli á sigl-
ingaskipunum, samið um kauplækkun. Stýri-
menn hugðust að fá að halda sinu kaupi ó-
hreyttu, þar sem kaup þeirra, með vaxandi dýr-
líð, hafði ekki hækkað í réttu hlutfalli.
En þeir stóðu einir og höfðu ekki þrátt fyr-
ir mikið umtal bundist samtökum við aðrar
stéttir og sáu sinn kost jiví vænstan, að ganga
inn á nokkra kauplækkun, þó aðeins fyrir 1.
og 2. stýrimenn. Þá var og um jiað samið, að
kaupið skyldi liækka og lælcka i samræmi við
dýrtiðina og lögð til grundvallar húreikninga-
visitala hagstofunnar. Þá var og i fyrsta skifti
samið um bætur fyrir skemdir á eignum stýri-
manna um horð i skipinu og ennfremur jiað
ákveðið, að 2. og 3. stýrimaður skyldu eiga frí
lil skiflist, sinn sólarhringinn livor, jiegar skip
væru i liöfn.
Þessi samningur var gerður til 1. jan. 1929.
En jiá voru gerðir nýir samningar, er liöfðu
i för með sér launalækkanir fyrir byrjendur,
en hámarkslaunin urðu eftir 12 ár aþjónustu
hjá I. stýrimanni kr. 580.00, eftir 8 ára þjón-
uslu hjá II. stýrimanni kr. 450.00 og eftir 5 ára
þjónustu hjá III. stýrimanni kr. 335.00. Þá hækk-
að tryggingin úr 15 jms. kr. upp í 18 j)ús. kr.
og íatatrygging úr kr. 1 j)ús. upp í kr. 1500.
Þá var og ennfremur ákveðinn 3 mánaða upp-
sagnarfrestur af heggja liálfu og kaup greilt i
veikindum, aulc j)ess sem sjólögin ákváðu, i 3
mánuði. Þá var enn fremur sumarleyfi lengl
upp i 20 daga við starfsbyrjun og 30 daga j)eg-
ar stýrimenn voru orðnir fastir starfsmenn.
Þessir samningar voru j)eir ítarlegustu og
hestu samningar, sem stýrimenn liöfðu náð, enda
höfðu j)eir verið undirbúnir af stýrimönnum
betur en nokkrir aðrir samningar. Samninga-
gerðina önnuðust j)eir Jón Eiríksson, Sigurður
Hjálmarsson og Bertel Andrésson.
Er nú kyrrt um hríð og jtessir samningar i
gildi til 1. ajiríl 1934, j)rált fyrir það þó full-
komin óánægja væri með laun III. stýrimanna,
sérstaklcga og einkum j)ó j)eirra, er „leystu af“
í forföllum.
Nýir samningar eru svo gerðir árið 1934, er
höfðu að innihalda 10 króna liækkun á mán-
uði á hámarkslaunum fyrir II. stýrimenn og 25
kr. hækkun á liámarkslaunum fyrir III. stýri-
menn. Þá var enn fremur sá tími talinn, er III.
stýrimenn leystu af, j)egar j)eir urðu fastir
starfsmenn, en jiað hafði áður ekki ver-
ið gerl. Þá er í íyrsla sinni i sanmingum ákveð-
ið, að stýrimenn fái einkennisföt árlega, og ein-
kennisfrakka annað hvort ár, þeim að kostnað-
arlausu. Þá er stýrimanni ákveðin 200 krónu
risna á ári, en áður höfðu þeir orðið að kosta
liana af launum sínum.
Næsta ár er samningnum sagt upp að nýju
með það eitl fyrir augum, að fá umbætur á
kjörum III. stýrimanna. En félagið neyddist lil
að framlengja samningana óbreytta, vegna J)ess
að við ])að var ekki komandi. Á árinu 1934 eru