Sjómaðurinn - 01.03.1939, Qupperneq 39

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Qupperneq 39
SJÓMAÐURINN 31 fyrsta sinni gerðir samningar við Skipaútgerð rikisins, og voru þeir að mestu sanihljóða samn- ingum við Eimskipafélagið, nema livað slýri- menn höfðu 10% liærra kaup á skipum liennar, og miðaðist það annars vegar við það, að strand- ferðirnar eru miklu erfiðari og svo hitt, að þar átlu stýrimenn ekki neitt tilkall til eftirlauna á sama liátl og hjá Eimskipafélaginu. A þessum árum voru einnig gerðir samning- ar við Eimskipafélag Suðurlands, sem átti Suð- urlandið. Á árinu 1935 gerði l'élagið samninga við eigendur hinna nýkeyptu skipa, Heklu, Eddu, Columhusar, Kötlu og Snæfells. Höfðu allir þessir samningar nokkurar kjarabætur í för með sér fyrir stýrimenn, og ennfremur, að þeir, og' aðrir samningar, sem áður liafa verið nefnd- ir, ákváðu það, að meðíimir Stýrimannafélags- ins ættu forgangsrétt að vjnnu á skiimnum, en það hafði ekki áður staðið i samningum. Samningunum frá 1934—1935 var sagt upp af stýrimönnum í fyrra, þannig að þeir gengu úr gildi 1. apríl 1938. Hófust samningaumleitanir i marzmánuði, en mun seinna en æskilegt liefði verið, sem stafaði af því, að deila var milli togaraútgerðarmanna og sjómanna og þótti ekki Iieppilegt, að þeim deilum yrði blandað saman. Aðálkröfur stýrimanna voru þær, að inn í sanmingana fengjust ákvæði um þrískiftar vakt - ir og að eftirvinna yrði greidd fyrir það, sem væri fram yfir 10 tíma vinnu. Þá var þess og krafðist, að skýlaus ákvæði fengjust inn í samn- inga um rétt stýrimanna á skipum Eimskipa- félagsins lil eftirlaunasjóðsins ,og að kaup liækk- aði í samræmi við það, sem dýrtíð hefði aidc- izt frá því er síðast var samið. í upphafi samningaumleitananna lýstu st\'ri- menn því yfir, að þeir myndu haga sér i þess- um samningum, eins og að vinnulöggjöfin, sem þá lá l'yrir alþingi, væri komin á, og að þeir myndu í lengstu lög forðast að leg'gja niður vinnu, og ekki gera það, þó að samningar liefðu ekki tekizt fyrir 1. apríl, þó að (il þess gæti að sjálfsögðu dregið, að þeir væru neyddir til þess. Um nokkur af þessum atriðum var samvinna milli loftskeytamanna, vélstjóra og stýrimanna- félagsins, sem þó endaði á þann veg, að leið- ir skildu. Samkomulag náðist ekki fyrir 1. april og héldu samningaumleitanir áfram fram eftir aprilmánuði. Slitnaði þá upp úr samningum og samningaumleitanir hættu og varð það lil þess að stýrimenn neyddust til að leggja niður vinnu, í fyrsta skifti í sögu félagsins. En áður liafði félagsstjórnin l'nllvissað sig um fullan stuðning Alþýðusamhands íslands við stýrimenn í deil- unni. Slóð vinnustöðvunin nokkra daga og lauk eins og öllum er kunnugt með því, að lögskip- aður gerðardómur ákvað um kaup og kjör stýri- manna. Áður liafði þó verið reynt að útkljá deil- una með frjálsum gerðardómi, en það tóksl ekki, af ástæðum, sem félögunum eru kunnar. Mikilsverðasta breytingin með dóminum var sú, að þriskiftar vaktir voru nú ákveðnar og auka- greiðsla ákveðin að nokkru leyti fyrir yfirvinnu, að því er snerti stýrimenn lijá Eimskip og Rík- isskip. Aðrir samningar máttu heita óbreyttir. Nokkur alriði samninganna liafa ekki verið uppfyllt af hlutaðeigandi félögum og verður það verkefni Félagsdóms, að ráða þeim málum til lykta. 1 undanfarandi kafla liefir verið rakin starfs- saga félagsins i samningum og kaupgjaldsmál- um, en það helir auðvitað verið aðalþátturinn í starfi þess. Eins g gefur að skilja liefir á öllum timum verið talsvert erfitt að halda uppi öflugu starfi i félaginu, þar sem meölimirnir voru dreyföir á skipunum um sjóinn. Liggur því í augum uppi, að mestur hluti starfsins hefir livílt á liinum ýmsu stjórnum, sem kosnar hafa verið i félag- inu og þó var starfsemi félagsins sum árin lílil og jafnvel engin. Það kemur í ljós af fundargerðum, seiii fyrir liggja, að alloft hefir verið um það rætt, að kynna sér í hvaða sambandi bezl væri að standa eða leita samvinnu við örm- ur skyld félög. Nefndir voru kosnar til að afla sér upplýsinga og leita liófanna í þessu efni, og voru þær atliuganir fyrst og lremst miðaðar að því, að leila samvinnu við skipstjóra- og stýri- mannafélagið Ægi, skipsljórafélagið Olduna og Vélstjórafélag íslands. En þrátt fyrir ítrekaðar athuganir mætustu manna félagsins, varð aldrei að þessu ráði linigið. Verður ekki annað séð, en að hlutaðeigandi stjórnir og nefndir, sem þetta mál rannsökuðu og höfðu lil meðferðar, liafi komist að þeirri niðurstöðu, að það væri gagns- laust að ganga í samband við þessi félög. Þeir, sem aðallega höfðu þetta starf með höndum, voru eftirtaldir menn: Jón Erlendsson, Ásgeir Jónas- son, Pálmi Loftsson, Rafn Sigurðsson, Ófeigur Guðnason, Sigurður Gislason og Jón Eiríksson. Leið nú nokkur tíihi, án þess að á félagsfund-

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.