Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Page 3

Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Page 3
Frá Viðgerðarstofu útvarpsins j jr ■ 1 1 ■ Islenzku viot< skin Útvarpstíðindum hafa borizt ýmsar fyr- irspurnir viðvíkjandi starfsemi Viðgerða- stofunnar, og þá sérstaklega um hin ísl. við- tæki, sem Viðgerðastofan smíðai Höfum við því haft tal af Jóni Alexand- erssyni, forstöðumanni Viðgerðastofunnar, og beðið hann um upplýsingar. Fer hér á eftir útdráttur úr viðtalinu. Hvaða orsakir drógu einkum til þess, að þér hófuð nýsmíði viðtækja hér á Viðgerðastofunni? Ástæðan til þess, að Viðgerðastof- an hófst handa um smíði á viðtækjum var sú, að eftir margra ára reynslu í viðgerðum útvarpstækja, og þá sér- staklega viðtækja úr smáskipum og úr sveitum, varð okkur ljóst, að hin venjulegu útvarpstæki, sem eru í fínt gljáðum kössum, veikbyggð og með þunnri einangrun, þoldu illa sjávarloft, eða raka í köldum húsakynnum. Þess- um fínu tækjum var einungis ætlað að vera í þurrum, vel upphituðum íbúð- um. Þegar slík viðtæki voru sett í mótorbáta og smáskip, entust þau stundum aðeins eina vertíð, og voru alltaf ótrygg í notkun. Auk þess voru hin erlendu rafhlöðu-viðtæki oft mjög straumfrek, og því óhentug, þar sem örðugt var um hleðslu. Kostnaður við endurnýjun rafhlaðna var mjög til- finnanlegur og tenging þeirra við við- tækin margbrotin og ógreinileg. Ollu því ýms mistök á tengingum slæmri endingu á rafhlöðum og lömpum. — Ennfremur var örðugt að fá viðtæki fyrir þær öldulengdir, sem skipum eru ætlaðar, nema þá mjög dýr. Vegna alls þessa var ákveðið að smíða langdræg skipaviðtæki og einn- ig straumspör og ódýr þriggja lampa rafhlöðuviðtæki. Tæki þessi voru ætl- uð fólki á vesturhluta landsins, og voru því nefnd „Vestri“. Þessi tæki svara til hinna svonefndu alþýðuvið- tækja í öðrum löndum. Er lögð sér- stök áherzla á, að „Vestra“-viðtækin Frá sviíðadeildinni. Mynd frá snnOi kassanna utan um viðtækin. Savisetning nýrra viðtækja. ÚTVARPSTÍÐINDI 327

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.