Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Side 5
Erindi um K. Straube.
Fimmtudaginn 21. marz flytur Páll
ísólfsson erindi um Karl Straube, en
hann var kennari Páls á árunum
1914—1920.
Karl Straube er einn mesti orgel-
snillingur, sem uppi hefur verið á öll-
um tímum. Hann er fæddur í Berlín
árið 1873, var organisti við dómkirkj-
una í Wesel og síðar við St. Thomas-
kirkjuna í Leipzig og kennari við Tón-
listarskólann þar í borg. Síðustu 20
árin hefur hann verið söngstjóri,
„kantor“, við St. Thomaskirkjuna, en
lét nú í janúar af öllum opinberum
störfum fyrir aldurs sakir. — Karl
Straube hefir ferðazt um allan heim
sem orgelvirtuos, og með kennslu-
starfsemi sinni haft mest áhrif allra
núlifandi orgelkennara á kirkjumúsík
Þýzkalands og jafnvel Norðurlanda.
A. btraube.
leyti mjög heppilegar samhliða við-
gerðum, að þegar lítið er um við-
gerðir, er hægt áð fjölga við smíð-
ar og gagnkvæmt. Kemur þetta bæði
Viðgerðastofunni og útvarpsnotend-
um að gagni, sérstaklega þegar mik-
ið kemur inn af biluðum viðtækjum,
sem þurfa fljótrar afgreiðslu eins og
til dæmis frá skipum og utan af
landi, því að þá þarf oft að hafa
viðtæki tilbúinn sama daginn og þqu
koma.
Viðgerðarstofan hefir nú fullpróf-
að nýja gerð af 4-lampa rafhlöðu-
tækjum, sem ætluð eru fyrir Aust-
urland, og verða nefnd „Austri“.
En því miður hefir enn ekki fengizt
nógu mikið efni, til þess að hægt
sé að framleiða þau til sölu. Yfir-
leitt eru aðalörðugleikarnir, hér
sem annars staðar, fólgnir í gjald-
eyrisvandræðunum.
Smíðið þið ekki fleira hér? Mér
sýnist svo margt hér í hyllunum, sem
ég veit ekki hvað er. Hvað er þetta ?
Það eru hleðslutöflur, sem vér smíð-
um fyrir rafstöðvar og hleðslustöðv-
ar úti á landi, og eru þessar hér fyrir
vindaflsstöðvar. Einnig smíðum við
mikið af mögnurum, allskonar mæli-
tæki o. fl. til eigin þarfa fyrir Ríkis-
útvarpið og fleiri.
Hvað hafið þið smíðað margar
hleðslutöflur ?
Vjer höfum þegar sent út um 50
hleðslutöflur af báðum tegundum, og
hefur það mikið bætt aðstöðuna við
hleðslu rafgeyma; einnig hefur það
bætt úr þeirri, hættu, að rafgeymar
eyðileggist í hleðslu.
Þurfið þið ekki mikið af góðum
verkfærum við smíði á viðtækjum?
Jú, það þurfum vér, en þó sérstak-
lega, að hafa góð og ábyggileg mæli-
tæki við allar prófanir og tilraunir,
og höfum vér aflað oss þeirra eftir
því sem innflutningur hefur fengizt.
ÚTVARPSTÍÐINDI
329