Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Side 8

Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Side 8
fyrir nýr kafli úr sama verki næsta kvöld og sagður nýr þáttur úr æfi- sögu tónskáldsins, sem yrði þá ný framhaldssaga í útvarpinu og yrði það eflaust vinsælt. Eftir að þannig væri búið að kynna mönnum vandlega nokkra helztu kafla verksins, gæti fyrst komið til mála, að menn færu að njóta þess í heild og yrði það að sjálfsögðu flutt þannig í nokkur skipti. Það sem hér er komið þessarar greinar, skrifaði ég (að mestu ó- breytt) nokkru fyrir jól, og hugðist þá strax fara með hana til Páls ís- ólfssonar og fá þar til viðbótar smá- „diskution“ milli mín og hans. Síðan hef ég nokkrum sinnum hitt Pál, reynt að skjóta á hann þessu áliti mínu, tillögum og spurningum, en hann hefur aldrei mátt vera að því að svara mér neinu verulegu. — Stundum þurft að sinna einhvers- konar hljómlistaræfingum, en lang- oftast hefur hann þó þurft að fara að jarðarförum, því að hann er allt- af með annan fótinn yfir dauðra manna ríki (spilar við jarðarfarir). I gær frétti ég svo, að Páll ætl- aði að fara að skýra eitthvert tón- verk í útvarpinu, svo að ég tók að hringja til hans og heppnaðist í fjórtánda skiptið að ná tali af hon- um og fékk hann til að lofa því, að láta þá dauðu grafa sína dauðu, svo sem í hálftíma, — á meðan hann talaði við mig. Eftir að hafa lesið þessa grein mína fyrir Pál, spyr ég hann, hvað hann hafi um hana að segja. — Eiginlega ekki nema gott, segir Páll. Plún fellur að miklu leyti sam- an við mitt álit — og framvegis mun verða gert meira í þessa átt en hingað til. Erindi mitt þ. 19. þ. m. verður einmitt upphaf þessara til- rauna. — Ég mun þar fyrst taka til meðferðar aðgengilegan þátt úr einni af symfóníum Beethovens og „tala í kring um“ innihald verksins. Annars dettur mér í hug saga um Robert Schumann — þegar verið að tala um að skýra tónverk með orð- um. Einn af vinum Schumanns bað hann að skýra fyrir sér innihald eins af tónverkum hans: „Það skal ég gera með mikilli ánægju“, sagði Schumann. Gekk að hljóðfærinu og spilaði verkið. Að því loknu sagði hann við vin sinn: „Hér er skýring- in á því, hvað ég meina“. — Þessi saga er lærdómsrík, segir Páll, því að hún sýnir, að tónlistin lýsir engu öðru en sjálfri sér. Hún er á sér- stöku sviði út af fyrir sig. — Sér- stakur heimur — án raunverulegra tengsla við aðrar listgreinar. Enda þótt hún sé oft notuð í þjónustu skáldskapar og leiklistar (hermitón- list), þá er hún samt sem áður sjálf- stæð listgrein — og einmitt þess vegna er svo erfitt að byggja þá brú, sem getur flutt dásemdir henn- ar yfir til þeirra, sem eru óvanir að hlusta. Nú þykist ég sjá tækifæri til þess að koma Páli í vanda, einmitt fyrir það, hvað hann er samþykkjandi — svo ég segi við hann. — Mér finnst tæplega, að þér standið yður við að samþykkja grein mína, svona alveg skilyrðislaust. Þér sjáið þó, að hún er í rauninni á- deila á yður sjálfan, þar sem yður er borið á brýn, að yður hafi jnis- tekizt að velja tónlistarefni við hæfi þjóðarinnar. Mistekizt að láta út- varpið þroska tónlistarsmekk manna. Mistekizt að haga því svo, að al- menningur hefði andlega nautn og gleði af þeim tónlistarflutningi út- varpsins, sem þér einkum stjórnið. — Ég skal gjarna viðurkenna, að of mikil deyfð hafi verið um þessi 332 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.