Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Síða 9
Maxim Gorki:
mál, einkum nú um tíma. Þess má
þó minnast, að bæði Jón Leifs og
Emil Thoroddsen hafa, að undirlagi
útvarpsins, gert tilraunir til þess að
skýra tónlistina fyrir áheyrendum
— og nú mun þessi starfsemi verða
hafin aftur — einkum með haustinu
— en í nolckru öðru formi en áður
•— sbr. framansagt.
Að því er snertir val tónverka,
vil ég ekki samþykkja að okkur
Guðrúnu Reykholt hafi mistekist —
a. m. k. ekki að öllu leyti. Þess ber
vel að gæta, að stór hópur hlust-
enda kann vel að meta góða tónlist
—■ og mér virðist fullt svo mikil
ástæða til að taka tillit til smekks
þeirra af hlustendum, sem hafa
þroskaðan smekk, heldur en til
hinna, er enn hafa ekki öðlazt þroska
og æfingu til þess að njóta þessara
verðmæta.
— Svo að þér munuð þá ekki geta
fallizt á þá skoðun margra, um tón-
listarfluttning útvarpsins, að þar sé
„of mikið af því góða“.
— Hingað til hef ég viljað halda
því fram, að bað bezta væri ekki of
gott handa Islendingum — heldur
ekki á sviði tónlistarinnar. — Að
öðrum kosti langaði mig ekki til
þess að vera íslendingur. Hins vegar
er mér það Ijóst, að of mikið má
gera af flutningi hins bezta — og
að stilla beri í hóf — einkum vegna
þess, að ég sannfærist æ betur og
betur um það, sem ég reyndar vissi
áður, — að hér er ekki samskonar
grundvöllur fyrir hendi í þessu efni
eins og hjá nágrannaþjóðunum. —
Mun það fyrst og fremst stafa af
því. að þjóðin er enn óvön að hlusta.
Ég áfellizt engan, þótt hann ekki
hafi hæfileika eða æfingu til þess að
njóta erfiðrar tónlistar, en ég get
heldur ekki fellt mig við þá gremju,
sem mér virðist gæta hjá mörgum
gagnvart því verðmætasta, sem við
Sögur gamallar konu
framhald
Isergil hélt sögunni áfram:
— Nú var mönnum stefnt til þings,
og ýmsar tillögur komu fram um það,
á hvern hátt skyldi hegna morðingj-
anum og voru menn ekki á eitt sátt-
ir: Sumir vildu binda hann við fjóra
villihesta og láta þá slíta líkama hans
í sundur á milli sín. Aðrir stungu
upp á því, að hann skyldi reyrður
við tré og skyldi hver bogmaður
skjóta einni ör að honum og reyna
að hæfa. — En þetta hvortveggja
þótti of vægur dauðdagi. Einnig var
rætt um, að brenna hann lifandi, —
en sá var ókostur á því ráði, að reyk-
urinn frá bálinu myndi koma í veg
fyrir, að þeir gætu skemmt sér við
að horfa á kvalir hans. Þeir gátu
ekki komið sér saman um neinn
dauðdaga, sem allir væru ánægðir
með og allir samþykkir. Móðir hins
flytjum, — gremju, sem sprottin er
af því einu, að menn skilja ekki
sjálfir. En mér til gleði hef ég
þekkt marga, í öllum stéttum þjóð-
félagsins, sem af skilningi og að-
dáun tala við mig, einmitt um það
bezta og njóta þess áreiðanlega, en
því miður láta þessir menn skoðan-
ir sínar sjaldan í ljós opinberlega.
Nú bíður bíllinn eftir Páli, til að
flytja hann að einni jarðarförinni,
og hann fer að ókyrrast.
Ég ber honum á brýn, að hann
hugsi alltaf meira um þá dauðu en
þá lifandi.
— Já, ég má til, segir Páll (með
brosi, sem er í senn hógvært og
glettið), þeim dauðu verður að koma
frá. Þeir kvarta heldur aldrei og
spyrja minna! K. F.
ÚTVARPSTÍÐINDI
333