Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Side 12
SAGAN.
Framh. af bls. 333.
seka lá á knjánum fyrir framan þá
og bað honum vægðar, hún átti
hvorki orð né tár.
Að lokum, er menn höfðu rætt
málið fram og aftur, sagði hinn vitr-
asti meðal þeirra:
— Við skulum spyrja hann sjálf-
an, hvers vegna hann hafi framið
þennan hræðilega glæp.
Hann var spurður, en kvaðst engu
svara fyrr en þeir hefðu leyst hann
úr fjötrunum. Og er það hafði verið
gert, svaraði hann:
— Ég myrti hana af því hún vildi
ekki þýðast mig.
— En hvaða rétt hafðir þú til að
nálgast hana? Ekki var hún eign þín.
— Allt, sem ég girnist og tek, er
eign mín, svaraði ungi maðurinn.
Hann var spurður margra spurn-
inga og svör hans gáfu til kynna, að
hann áleit sig fremri öllum öðrum
mönnum og að hann viðurkenndi
ekki vilja nokkurs manns, ef það
braut í bága við hans eigin vilja. Og
öllum hraus hugur við því hyldýpi
mannvonsku og hroka, sem orð hans
vitnuðu um.
Og er menn komu saman á ný og
ráðguðust um örlög morðingjans,
sagði hinn vitri:
— Ég hef fundið afbrotamannin-
um hæfilega refsingu, — þá ógurleg-
ustu refsingu, sem hægt er að ákveða
nokkrum manni. Gefið hann frjáls-
an! Látið hann lifa og vera einan
með hugsanir sínar — þyngri refs-
ingu getur hann ekki hlotið.
Þegar hinn vitri maður hafði þetta
mælt, laust eldingu niður frá himni
og loftið skalf af þrumum. Þannig
lögðu hin himnesku máttarvöld bless-
un sína yfir orð hins vitra manns.
Og allir hneigðu höfuð sín til sam-
þykkis, og hver hélt heim til sín.
En ungi maðurinn, sem nú var
kallaður Larra — það þýðir: hinn
útskúfaði — hló að þeim. Nú var
hann aftur frjáls eins og örninn fað-
ir hans hafði verið. Og þó hann væri
skapaður sem maður, lifði hann lífi
vargsins. Hann réðist inn í hjarðir
byggðarfólksins og tjöld og rændi fé
þeirra og konum. Hann var slunginn
stigamaður, duglegur og kænn, sterk-
ur og grimmur. Hann forðaðist sam-
vistir við aðra menn og aðrir forð-
uðust hann.
Þannig lifði hann í fjölmörg ár,
þar til hann að lokum varð svo þreytt-
ur á einverunni og kuldanum, sem
nagaði brjóst hans, að hann sneri
aftur til manna. Hann gat ekki losn-
að við þá tilfinningu, að hann væri
þó, þrátt fyrir allt, maður, og það er
ekki manninum eðlilegt að vera einn.
En þegar byggðarfólkið sá hann
koma, þekkti það í honum sinn mikla
óvin, og réðist að honum og ætlaði
að drepa hann. En er hann gerði
enga tilraun til að verja sig, minnt-
ust menn hins mikla dóms — refs-
ingarinnar — sem honum hafði ver-
ið ákveðinn, og þeir hrópuðu:
— Snertið hann ekki! — Hann vill
deyja! Og allir sneru við honum bak-
inu eða hlógu að honum. En er hann
heyrði hlátur fólksins, gljúpnaði hann.
Honum varð ljóst, að það hefði get-
ið sér rétt til um, hvað hrærðist innst
í sál hans —, að menn höfðu lesið
í augum hans viðbjóð hans sjálfs á
líferni sínu. Hann greip til steina og
grýtti á eftir þeim, en þeir véku sér
undan og köstuðu ekki á móti.
Þá dró Larra hníf sinn úr skeið-
um og rak hann í brjóst sér, en blað
hnífsins stökk sundur í marga hluta
eins og honum hefði verið stungið í
grjóthellu, — svo lagið sakaði ekki.
Þá varpaði hann sér til jarðar og
sló höfðinu við steinana, en það var
336
ÚTVARPSTÍÐINDI