Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Blaðsíða 14
Sigmund. Birger. Asbjöm. BÓKIN SKÍÐASLÓÐIR eftir Sigmund Ruud, í þýðingu ívars Guðmundssonar blaðamanns, hefur verið send Útvarpstíðindum, og óskað umsagnar. Þetta er skemmtileg bók, þó nokkuð „spennandi“ með köflum — en auk þess eru í henni ýmsar hugkvæmar bendingar, sem skíðafólki munu koma vel. Höfundurinn, Sigmund Ruud, er næst-elztur hinna fimm Ruuds-bræðra, sem allir hafa getið sér góðan orðstý sem skiðamenn. — Ungur yfrvann Sigmund elzta bróð- urinn, Thormod, erl svo kom Birger (sá, er hér kom í fyrra), og dugði betur en báðir þeir eldri. — Og svo var það hér um árið, þegar þeir Sigmund og Birger voru á ferða- lagi vestur i Ameríku til að sýna listir sinar, að fregn konf, um það, að yngsti bróðir- inn, Asbjörn, hefði unnið heimsmeistaratitilinn í skíðastökki á móti í Finnlandi. Mikill hluti bókarinnar er frásögn um frægð og sigurvinninga þeirra bræðra — slcrifuð á léttan og gamansaman hátt — einskonar dagbókarþættir. — Bókin er snotur að frágangi og prýdd mörgum ágætum myndum. K. F. Erindi Þorst. Þorsteinssonar skipstjóra voru heldur laus í sniðum, en hefðu þó e. t. v. getað orðið viðunanleg, ef hann hefði haldið sig við endurminningarnar, en ekki farið að ræða um útgerð almennt, hag út- gerðarfyrirtækja o. s. frv. Erindí Einars Sæm., um hestavísur, voru líka óskemmtilegri en vænta hefði mátt af þeim góða manni. Þar var alltof mikið til- týnt af þulum og miðlungs vísnahnoði, svo við lá, að fallegu vísurnar hyrfu í skarnið. Erindi hans bar þess ljóst vitni, að mikið hefur verið ort af hestavísum, og á Einar þakkir skildar fyrir að hafa safnað þeim, en í útvarpið átti hann ekki erindi nema með þær allra beztu. Sá var líka ókostur á flutningnum, að sumar vísurnar (einkum í lok fyrra erindis) voru of hratt lesnar. Það er betra að fara sér hægar, þó yfirferðin verði minni, en að það njóti sín ekki, sem lesið er. Eg hefi áður farið viðurkenningarorð- um um ýmis atriði á kvöldvökunum í vet- ur, bæði erindi, upplestur, söng, kveðskap o. fl. Ég tel óþarft að endurtaka það hér, er ég ræði um kvöldvökurnar i heild. Að lokum vil ég nefna til viðbótar nokkur er- indi á kvöldvökunum í vetur, sem ánægju- legt hefur verið að hlýða á. Þau eru því miður allt of fá: Eru það erindi Knúts Arngrímssonar frá írlandi, Ragnheiðar Hafstein um brezka útvarpið, Baldurs Bjarnasonar, Jóhanns Kúld, Jónasar Sveins- sonar læknis um „örlagaríka læknastyrj- öld“ og Guðrúnar Björnsdóttur um Flóru- ferðina. J. Gætum við ekki fengið meira af upp- lestri á kvöldvökunum? Það eru t. d. sjald- an eða aldrei lesnai' smásögur í útvarpið, hvorki þýddar né frumsamdar. Það er orð- ið nokkuð langt síðan við höfum fengið að heyra smásögur eftir Þóri Bergsson, Hall- dór Stefánsson, Hjört Halldórsson og' Ólaf Jóh. Sigurðsson, sem allir skrifa ágætar smásögur. Kvöldvökurnar þurfa að verða slcemmtilegri en nú er. St. St. 338 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.