Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 7
Viðfal við séra Sigurbjörn Einarsson „Hann á að vaxa, ég að minnl<a‘\ í páskahefti sínu hafa Útvarps- tíðindi venjulega birt viðtal við ein- hvern Reykjavíkurprestanna. Að þessu sinni höfum við leitað til eins af nýju prestunum, Sigurbjörns Ein- arssonar. Sigurbjörn býr á Freyjugötu 17 í húsi tengdaforeldra sinna. Hann hef- ur ekki enn flutt fjölskyldu sína til bæjarins. Konan og bömin, sem eru fjögur, eru enn á Breiðabólstað, því að eins og kunnugt er, tók Sigurbjörn við brauði sínu hér á miðjum vetri. Hin nýju sóknarbörn Sigurbjörns hafa því fæst átt þess kost, að sjá prestskonuna sína, en prestskonan er prestsins betri helmingur, engu síður en konur annarra manna. Nú birta Útvarpstíðindi mynd af þeim hjón- um. Kona Sigurbjörns er Magnea Þorkelsdóttir úr Reykjavík. * Ég var kominn á fund Sigurbjörns til að ræða við hann um prestsstarfið og um viðhorf hans til trúarlífsins í landinu. En hvernig sem á því stend- ur, erum við allt í einu farnir að tala um tóbaksnotkun. En allar leiðir liggja til Róm. Sigurbjörn fer að troða í pípuna sína. „Ég verð víst að reykja fyrir okkur báða“, segir hann brosandi. Hann hafði boðið mér að reykja, en ég er ekki reykingamaður. „Ég reyki mikið, og það er illur löstur", bætir hann við. Séra Sigurbjörn Einarsson og frú. „Og ekki er það nú svo voðalegt. Kannske fyrir prest, eigið þér við?“ sagði ég, og hafði það í huga, að prestar eru breizkir, eins og aðrir menn, en sumir þeirra telja það a m. k. ekki nauðsynlegt að auglýsa veikleika sína fyrir sóknarbörnunum. „Það er ekki til neitt sérstakt siða- lögmál fyrir presta“, segir Sigur- björn. „En eru nú ekki yfirleitt gerðar meiri kröfur til þeirra en annarra um grandvara breytni; og hættir þeim ekki sumum, sem veikir eru, til að vilja sýnast „fyrir heiminum“?“ spyr ég þá. „Það sé fjarri mér að vera með illar getsakir. En eru þeir ekki töluvert margir prestarnir, sem telja slíkt jafnvel nauðsynlegt til að halda virðingu sinni?“ „Ég held, að það sé fátt, sem prest- inum er eins hættulegt og það, að ætla að sýnast fyrir sóknarbörnum sínum. Hann má ekkert hafa að dylja. Við slíkt gæti hann eldci held- ur unað til lengdar", segir Sigur- björn. „Ég skal viðurkenna það, að einmitt í þessum efnum getur prest- urinn oft þurft að stríða við freist- ingar. En hvað reykingunum við- kemur, er það auðvitað það, sem við prestarnir köllum „adiafora" — hlut- ur, sem ekki skiptir máli — með til- liti til þess sáluhjálplega, og þá nátt- úrlega ekki fyrir prestinn, frekar en ÚTVARPSTÍÐINDI 375

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.