Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 19
Tutlugu og íimm ára starfsafmæli. Tuttugu og fimm ár eru um þessar mundir liðin, síðan Páll Isólfsson kom fyrst fram opinberlega sem listamaður, og minnist hann afmælis þessa með sérstökum tónleikum inn- an Tónlistarfélagsins. — Óþarft er að kynna Pál ísólfsson sem lista- mann. Það hefur hann sjálfur gert rækilega með verkum sínum um ald- arfjórðungsskeið. En um leið og hon- umernúóskað til hamingjum eð þetta fágæta afmæli, og þakkað mikið og sleitulaust starf í þágu tónlistarmál- anna, er ástæða til að kynna hann á annan hátt fyrir þeim, sem ekki hafa átt kost þess, að kynnast honum per- sónulega. — Páll á því sérstaka láni að fagna, að öðlast ástúð og óbrigð- ulan vinarhug hvers þess manns, sem hefur af hoiium náin .kynni. — Svo einlæg og fölskvalaus er góðvild hans til manna og málefna þeirra, er horfa til menningarbóta; svo björt er gleði hans og gamanleikni, að hann verð- ur hvarvetna kjörgestur og er því líkast, sem birti og hlýni í hverjum ranni, þar sem hann ber að. — Ýkju- laust mun það vera, að enginn maður í Reykjavík sé að öllu vinsælli sakir Sálmar. Við fermingarguðsþjónustu séra Jakobs Jónssonar á sunnudaginn 20. apríl kl. 11, sem útvarpað verður frá Fríkirkjunni, verða sungnir þessir sálmar úr sálmabókinni: Nr. 495, nr. 102, nr. 356, 1. og 4. vers og auk þess þeir tveir, sem hér fara á eftir, en eru ekki í sálmabókinni, (báðir eftir séra Friðrik Friðriksson): I öllum löndum lið sig býr í ljóssins tygi skær og æskufjör það áfram knýr svo ekkert tálmað fær. Sem döggin tær mót himni hlær, er heilsar morgunroðans blæi', svo skín hin prúða fylking fríð af frjálsum æskulýð. í öllum löndum sama söng á sér hinn ungi her. Um sama fána’ og fánastöng þeir fylkja allir sér. og allir sjá hið sama hlið, hin sama dýrð þeim blasir við. I einni von og ást og trú þeir áfram stefna nú. Þú, æskuskari á íslands sti'önd, þú ert í flokki þeim, er sækir fram í sólarlönd með sigi'i’ að komast heim. Rís upp með fjöri, stíg á stokk og streng þess heit að rjúfa ei flokk, unz sigri er náð og sagan skráð, er sýnir guðs þíns ráð. Framh. á næstu síðu. mannkosta en Páll ísólfsson. — Og einn er sá kostur hans, sem er fá- gætur meðal listamanna, að hann er öfundlaus í garð listbræðra sinna. En slíkt er aðalsmark manns, sem elsk- ar listina listarinnar vegna og ber drengs hjarta í brjósti. Jónas Þorbergsson. ÚTVARPSTÍÐINDI 387

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.