Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 15
Tónskáldakvöld. 26. april. Björgvin Guðmundsson Næsta tónskáldakvöld útvarpsins verður helgað Björgvin Guðmunds- syni á fimmtugsafmæli hans þann 26. apríl næstk. Björgvin er fyrir löngu þjóðkunnur sem tónskáld. Hafa mörg lög hans náð hylli alþjóðar, og eru þessi kunnust: „Nú legg ég augun aftur“, „f rökkur ró“, „fslands lag“ og „Þey, þey og ró, ró“. BLINDA KONAN Framh. af bls. 379. að ég hafi leikið um of, þetta hlut- verk mitt var ekki við hæfi. Það var auðfundið, að bóndi minn fór að verða órólegur. Hann spurði, hve lengi bróðir minn hefði hugsað sér að dveljast hér. Að lokum varð óþolinmæði hans svo áberandi, að bróðir minn gat ekki annað gert en tygja sig til ferðar. Áður en hann fór, lagði hann hönd sina á höfuð mér og hélt henni þar stundarkorn. Ég fann, að hönd hans titraði og tár Björgvin er Vopnfirðingur að ætt og uppruna, fluttist tvítugur að aldri til Vesturheims og dvaldi þar í álfu um tuttugu ára skeið (frá 1911 til 1931). Vestan hafs brauzt hann til mennta og lagði einkum stund á tón- list, en í þá átt hafði hugur hans stefnt frá barnæsku. Landar hans í Ameríku veittu tónlistargáfum hans athygli og styrktu hann til náms á „The Royal College of Music“ í Lon- don. Hlaut hann þar lofsamlegan vitnisburð og hvarf að námi loknu aftur til Ameríku. Eftir frama þenn- an hóf hann tónlistarstarfsemi meðal Vestur-íslendinga, gerðist kirkju- organleikari og stjórnaði stórum karlakór í Winnipeg. Árið 1931 fluttist Björgvin til Is- lands. Settist hann að á Akureyri og gerðist söngkennari við Menntaskól- ann og barnaskólann þar í bænum. Björgvin hefur samið mörg stór tón- verk. Má af þeim nefna: „íslands þúsund ár“ (Alþingishátíðarkant- ata), „Strengleikar" og „Friður á jörðu“. Nýlega hefur Björgvin samið leik- inn „Skrúðbóndinn“. Er hann sýnd- ur í leikhúsi Akureyrar um þessar mundir. hrundu honum af hvörmum, er hann gaf mér blessun sína. Ég minnist þess, að það var eitt kvöld í apríl, og það var markaðs- dagur. Fólk, sem komið hafði til bæj- arins til að vera á markaðinum, hélt nú aftur heim til sín. Það lá óveð- ur í loítinu; og maður fann greini- lega anganina af yotri jörðinni og það var raki í þeynum. Ég hef aldrei lampann tendraðan í svefnherbergi mínu, þegar ég er einsömul, svo að ekki kvikni í klæðunum mínum eða hljótist önnur slys af. Ég sat á gólf- ÚTVARPSTÍÐINDI 383

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.