Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Blaðsíða 9
liti guðs og hafa það á meðvitund- inni, að fyrir honum einum ber mað- ur ábyrgð. Það er hann — og hann einn — sem hefur rétt til þess að vega og meta það sem maður segir. Einungis fyrir honum er presturinn ábyrgur“. „Hvað segið þér svo um trúarlífið í landinu? Eru íslendingar vel krist- in þjóð ?“ „Ég tel mig þess ekld umkominn að kveða upp neinn dóm um það. En það er ótrúlega mikið til af trú í þessu landi — eða öllu heldur — það er ótrúlega mikið til af kristnum leifum í þessu landi. Okkar kynslóð lifir á leifum í svo mörgum efnum“. „Leifum?“ „Já. Þegar frjósemin er lítil í andlegum efnum, hlýtur að ganga á stofninn. Þetta á auðvitað einkum við um trúarlífið. Þegar ég tala um leifar, á ég við þau spor, sem tímabil húslestranna — heimilisguðrækninn- ar — hefur skilið eftir í meðvitund þeirrar kynslóðar, sem nú er mið- aldra; þau verða ekki máð út á með- an hennar nýtur við. En hvað tekur þá við, ef ekkert nýtt kemur í stað- inn? Hvað haldið þér um þetta?“ „Ég held, að hinum einlægu og eig- inlegu játendum kristindómsins fari fækkandi. En áhrif hinnar kristnu siðfræði minnkar ekki að sama skapi. Það hafa risið upp nýjar stefnur og nýjir spámenn og margt hafa þeir tekið úr siðfræði kristninnar og gert að sínum kenningum“. „Þetta er einmitt það, sem ég kalla, að lifa á leifum“, segir Sigurbjörn. „Okkur er vitanlega ljós sú stað- reynd, að sú kristilega uppbygging, sem átti sér stað á ísl. heimilum áður fyrr, er yfirleitt úr sögunni. Það sé fjarri mér að ætla, að það þekkist ekki lengur að mæður innræti börn- um sínum þau lífssannindi, sem eru fólgin í einföldum, rímuðum bæna- stefjum ísl. alþýðuskálda, nei — e. t. v. er meira um það en við gerum okkur grein fyrir — en hvað sem því líður, er það vitað mál, að húslestrar eru niður lagðir að mestu, og það liggur ekki við, að útvarpið geti kom- ið þar í staðinn með sínum útvarps- messum. Mín persónulega skoðun er sú, að meginhluti af öllu því, sem talað er í útvarp, skilji eftir mjög svo hverful spor í vitund þjóðarinn- ar“. „Þér eruð ekkert tiltakanlega bjartsýnir í þessum efnum?“ „Jú. Það er mín persónuiega skoð- un, sem trúmanns, að á alvörutím- um, þegar guð gerir miklar kröfur til kirkju sinnar, gefi hann henni einnig nýjan kraft. Hið dásamlega við kirkjuna er það, að hún reynist alltaf máttugri og betri á úrslita- stund en maður býst við. Við skulum t. d. taka þýzku kirkjuna. Það hefði ehginn, sem hana þekkir, búizt við því, að hún reyndist eins sterk og raun hefur borið vitni um“. „Og hvað segið þér svo um starf yðar hér í bænum?“ „Ég er nú tiltölulega nýkominn hingað til Reykjavíkur og við höfum, þessir nýju prestar, á sérstakan hátt vígzt inn í erfiðleika prestsskapar- in í sambandi við hin hörmulegu slys, sem yfir okkur hafa dunið. Því fólki, sem ég hef talað við í því sam- bandi, er ég mjög þakklátur fyrir það, með hve mikilli stillingu það hefur tekið þessum hörmulegu tíð- indum. Vissulega höfum við séð hina ýtrustu sorg, sem til er í þessum heimi, bæði hjá konum og börnum, en þær hafa samt sem áður sýnt mér það mikinn trúarstyrk, þessar konur, að ég hefði ekki miklu þar við að bæta“. J. ú. V. ÚTVARPSTÍÐINDI 377

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.