Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Síða 3

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Síða 3
Viðtal við íormann Utvarpsráðs býst el<l<i við að útvarpið breytti mjög um svip, bó að b^ð hefði helmingi meira fé til umráða en bað hefur nú. Utvarpstíðindi hafa snúið sér til Jóns Eyþórssonar, formanns Út- varpsráðs, og spurst fyrir um dag- skrárstarfsemi útvarpsins á kom- anda vetri, og hverra nýjunga mætti vænta í vetrardagskránni. — Þetta, að tala úm sumar- og vetrardagskrá, er að nokkru leyti úr- elt orðalag frá fyrstu árum stofnun- arinnar, þegar útvarpstíminn var hafður miklu styttri að sumrinu en að vetrinum. Þá var mjög dregið úr erindaflutningi; suma daga vikunn- ar t. d. ekki flutt annað mælt mál en fréttir. Seinni árin hefur mjög færst í það horf, að mismunurinn á dagskrá sumars og vetrar yrði til- tölulega lítill, og í sumar má heita, að dagskrá útvarpsins hafi haldist í sömu sniðum og í fyrravetur. Að vísu hefur verið sneitt hjá fyrirlestrum um þungskilin efni og almikið verið gripið til rithöfunda og ungra manna, sem iðka upplestur hjá kennurum í frístundum sínum. Út- varpsráð taldi ekki rétt að stytta dagskrártímann í sumar, meðfram af þeirri ástæðu, að margir kaupstaða- búar hafa dvalið í sumar fjarri heim- ilum sínum í fámenni, þar sem þeir, margir hverjir, hafa fátt haft sér til dægradvalar annað en útvarpið. Jón Eyþórsson formaður Útvarpsráðs Nokkrar breytingar verða þó á dagskránni og einkum á dagskrárefn- inu, um það leyti, sem vetur fer í hönd. Þá verður hafin kennsla í ís- lenzku, dönsku, ensku og þýzku; verður hún á sama tíma og í fyrra- vetur og með líku sniði. Kennarar verða hinir sömu, að undanskildum Birni Guðfinnssyni, sem tekur að kenna íslenzku við háskólann. 1 hans stað mun Björn Sigfússon kenna ís- lenzkuna fyrst um sinn. Kristinn Ár- mannsson kennir dönsku, Eiríkur Benedikz ensku og Einar Jónsson þýzku. — Verða engir erindaflokkar í vet- ur? — Að líkindum ekki margir. Það verður lögð meiri áherzla á að fá ein- stök fræðandi erindi, sump. um erlent efni og sumpart um þjóðleg fræði. — Yfirleitt mun þeirri reglu fylgt, að hvert erindi verði sjálfstæður þáttur, jafnvel þó að þau kunni að fjalla um samstætt efni. Þess má geta, að í ráði er, að Sverrir Kristj- ánsson flytji nokkur erindi um þá menn, sem mest hefur borið á í sögu mannkynsins á ýmsum öldum. Þá hefur verið ráðgert að lesa valda kafla úr fornbókmenntunum og verð- ur byrjað með þáttum úr Heims- ÚTVARPSTlÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.