Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Side 12

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Side 12
ungs og Guðrúnar en hefndarhugur hennar. TJm það er sagan gerð. Það skiftir að vísu engu máli um efni í skáldsögu, hvað sannast var. Aðrar sagnir l)enda og til, að sam- bandi þeirra konungs og Guðrúnav væri öðruvísi varið. En þess má loks geta til gamans, að Steinn Dofri ætt- fræðmgur og norskur sagnfræðing- ur, sem ég kann ekki nafn á, hafa hvor í sínu lagi fært rök að því, að Járnskeggi hafi verið af íslenzkri ætt, þriðji maður frá Miðfjarðar-Skeggja í beinan karllegg. Einar þambarskelf- ir var af þessum sama karllegg. -— Við eigum þá að bíða þess, hlust- eridur, að Ilelgi ITjörvar fylgi okkur inn í svefnherbergi Ólafs konungs Tryggvasonar og segi okkur, hvað þar gerðist? — Já, svo er víst. En verið þess viss, að gengið verður með hæversku og lióflegu orðavali um það herbergi. Einar Benediktsson. Lárus Pálsson les úr kvæðum hans 1. nóv, Kristín Einarsdóttir söngkona. Sunnudaginn þann 26. október syngur ungfrú Kristín Einarsdóttir einsöng i útvarpið. Kristín er ættuð frá Rúffeyjum á Breiðafirði, faðir hennar var Einar Jóhannsson skip- stjóri. ,,Ég hef einungis notið þeirr- ar söngmenntunar, sem kórfólk fær“, segir Kristín, „en ég hef verið svo lánsöm, að vera með ýmsu góðu söng- fólki. Ég byrjaði fyrst að syngja hjá Sigfúsi Einarssyni í Dómkirkju- kórnum og ég er enn í þeim kór. En liann er nú undir stjórn Páls ísólfs- sonar, eins og kunnugt er. Auk þess hef ég verið hjá Sigurði Birkis og sungið í kór tónlistarfélagsins. — Fyrir alla muni gerið ekki mikið úr þessu“ Ungfrú Kristín Einarsdóttir hefur nokkrum sinnum sungið í útvarpið og nú birtum við mynd af henni. Við viljum vekja athygli á erindi GUÐLAUGS RÓSINKRANZ um Finnland í styrjöld. 12 TJTVARPSTlÐINpi

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.