Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Qupperneq 13

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Qupperneq 13
Síra Hallgrímur Pétursson Nú líður senn að þeim degi, sem talinn er dauðadagur Ilallgríms, 27. október. Við þáð reikm- hugurinn ó- sjálfrátt til þessa mikla manns, sem er mesta trúarskáld íslenzku þjóðar- innar í fortíð og nútíð, sem drakk liinn beiska bikar jarðneskra harma, en óx að sama skapi hið innra, sv<j að liann gat helsjúkur ort ódauðleg dýrðarljóð um sigur lífsins yfir dauð- anum, þess vegna segir séra Matt- Iiías um hann: 1 lér er skáld með Drottins dýrðarljóð djúp, svo djúp sem líf i heilli þjóð; blíð — svo blíð, að heljar-húmið svart, livar sem stendur, verður engilbjart. Og þó að margskonar veraldlegur kveðskapur liggi eftir Ilallgrím, þá virðist sá skáldskapur fyrst og fremst vera þjálfun og aðdragandi hins andlega kveðskapar hans, þar sem andi hans kemst hæst. Á Hvalsnesi missti hann dóttur sína, Steinunni, á 4. aldursári og hef- ur Ilallgrímur ort tven neftirmæli eftir hana. Hann segir þar um hana: Unun var augum mínum ávalt að líta’ á þig, með ungdóms ástum þínum ætíð þú gladdir mig rétt yndis-elskulig, auðsveip, af hjarta hlýðug, í harðri sótt vel líðug, sem jafnan sýndi sig. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér eftirlæti og yndi ætíð hafði’ ég af þér, í minni muntu mér; því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. Þessi tvenn eftirmæli eru svo inni- leg, að þau eru einskonar fyrirboði að þeim trúarlega innileik og dýpt, sem Passíusálmarnir eru þrungnir af, enda hefir verið talið, að Passíusálm- arnir og Alt eins og blómstrið eina, sé að miklu leyti ort af þessum sökn- uði. Legsteinn Steinunnar með gral’- letri, höggnu af Hallgrími sjálfum, var til á Hvalsnesi fyrir eða um síð- ustu aldamót, svo sagði mér fóstri minn, Ketill í Kotvogi. Þegar Hallgrímur hætti námi og gengur út í lífið með Guðríði, þá yrk- ir hanri, þegar þau fara til íslands vorið 1637: Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði o. s.'frv. Og síðast yrkir hann i banaleg- unni: Guð komi sjálfuv nú með náð, nú sjái Guð mitt efni’ og ráð, nú er mér, Jesú, þörf á þér, þér hefi’ ég treyst í lieimi hér. Þannig var trú hans alla tíð. Nú á að reisa tvær Hallgrímskirkj- ur á næstu árum hér á landi, og eitt stærsta prestakall landsins ber nafn útvárpstíðindi 13

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.