Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 8
JÓN NORÐFJÖRÐ. frh. af bls. 140. ur og las upp, — en ég hef fundið það ljóslega með hverju ári, að mér lætur betur hinn alvarlegi tónn í veiga- meiri hlutverkum, — þá dóma hef ég einnig fundið utan að mér. Svo gekk þetta svona sinn gang, ég hélt áfram að leika og tók að setja leikrit á svið hjá Leikfélagi Akureyrar, en stundaði mitt starf í bæjarskrifstofu Akureyrar. Þar hef ég nú verið starfs- maður í 23 ár og átt húsbændur, sem ég er þakklátur. Þeir hafa skilið mig og veitt mér mikilsverð tækifæri á sviði leiklistarinnar. Árið 1936—37 fékk ég frí frá störfum til utanfarar og nú hef ég aftur fengið orlof til þess að dvelja vetrarlangt í Hafnarfirði, og get horfið til stöðu minnar með vor- inu. — Hvað svo frá utanförinni ? — Það var Jón Sveinbjörnsson kon- ungsritari, sem útvegaði mér vist við Konunglega leikhúsið haustið 1936. Ég hafði ómetanlegt gagn af dvölinni þar, kynntist leikstjórn og leikurum. Þar var þá Lárus Pálsson að ljúka námi, en hann var talinn einn af beztu nemendum skólans. Sumarið 1937 fór ég til Svíþjóðar fyrir atbeina Arthurs Wielands, leikara og skálds, er var hér heima um tíma og lék í ”Lilleom“ í Reykjavík. Ég fór til Gautaborgar og lék í sögulegri sýningu á ”Gauta- borgarvikunni” svokölluðu. Það er nokkurskonar auglýsingavika fyrir borgina og öllu tjaldað, sem til er, til þess að sýna menningu borgarinnar, sögu hennar, iðnað, verzlun og fram- farir. — Nú, þegar heim kom, fannst mér, að ég hefði nokkrar skyldur á herðum fyrir það, sem ég hafði not- ið, og tók nú að kenna framsögn, sam- hliða leikstarfseminni og hefi fengið ríkisstyrk til kennslunnar. — Ég er alltaf að læra, og hér heima á ég tveimur leikstjórum mest að þakka, þeim Ágúst Kvaran og Haraldi Björns- syni, — og þá ekki sízt móður minni. Móðir Jóns er Álfheiður Einarsdótt- 144 ÓT V ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.