Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 7
Aristide og hló. — „Ég man nú reyndar ennþá eftir því, að — að —“ Hann skellihló, hátt og hrottalega.. „Það var smellinn leikur; ha, hn, ha! Það var sniðugt bragð!“ En allt í einu varð hann alvarlégur. „Nú eruð þið bæði hamingjusöm, eða er það ekki? Ykkur líður báðum vel. Nú, þegar við erum öll ánægð með lífs- kjörin, getum við sagt hvert öðru frá strákapörunum, sem við gerðum, þegar við vorum ung. Veiztu, Jouanin, hvers vegna lambið hætti að jórtra, þegar þú komst í þessa stofu? Þú reiðist mér lík- lega ekki, þó að ég segi þér það? Við erum gamlir vinir. — Sjáðu til, ég hafði nánar gætur á því, hvenær þú komst hingað, og þegar þú varst kominn inn, fór ég bak við húsið og klóraði gætilega í vegginn, þar sem lambið var fyrir inn- an. Og þá hætti lambið að jórtra. Mér þótti líka vænt um Roeline, og ég var ákaflega afbrýðissamur". Honum fannst orð hans hafa valdið kulda í stofunni, og hann fann, að Roe- line horfði á hann með sorgarsvip, svo hann flýtti sér að segja: „Það er satt, Roeline, þú getur fengið maísinn, sem við höfum talað um, fyrir það verð, sem þú bauðst“. „Það er gott“, sagði Roeline, eins og í leiðslu. Bóndinn keypti af farandsalanum nokkrar nálar og þráð handa konu sinni, og hafði enga hugsun á því að heimta afslátt. „Góða nótt og guðs friður“, sagði hann og fór. Hin tvö, sem einu sinni höfðu unn- ast svo heitt, urðu nú ein eftir. Þau töl- uðu ekki margt. Jouanin fór í hægðum sínum að láta vörurnar niður í kassann. Roeline horfði á hann á meðan, og mögru fingurnir rjáluðu í sífellu við gamla silfurkrossinn, sem hún bar altaf í festi um hálsinn. Hana langaði að falla um háls honum og njóta þó ekki væri nema augnablik þeirrar sælu, að vera í faðmi þess, er hún unni, en hún vann bug á þeirri hugsun. Hún var nú orðin gömul kona, sem ekki gat veitt nein ást- aratlot. „Góða nótt, Roeline“, sagði farand- salinn og setti kassann á bakið. „Góða nótt, Jouanin“. Þau tókust í hendur og skildust. Iíami hélt áfram gegnum skóginn í tunglsskfininu. Hún stóð í dyrunum og horfði á eftir honum. En í króknum hjá eldstónni jórtraði lambið svo ánægju- lega, eins og það vildi minna Roeline á alla þá hamingju, sem hún hafði farið á mis við í lífinu. Við böfum ávalt mikiS tirval af allskonar skófatnaði. LARUS G. LUDVIGSSON ■KÓVK8ZL0M ÚTVARPSTÍÐINDI 148

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.