Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 11
Konur í íslenzkum hátíðabúningi með einn af yngstu borgurum lýðveUisins. fjöldinn liyllir hann með margföldum fagnaðarhrópum. Hinn nýkjörni forseti íslands sezt við hið forna Skrifborð þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar, sem hingað hefur verið flutt. Hann tekur ofan og undirritar eið sinn að stjórnarskrá lýðveldisins ísland. Setur forsetinn síðan hattinn aftur á höfuð sér, gengur að liljóðnemanum og flytur ræðu, sem einkum er stíluð til Alþingis. Þetta er hógvær og þjónustu- samleg ræða, þar sem forseti lýsir yfir þjónustu sinni við heill og hag íslenzku þjóðarinnar og vitnar til gæfu Alþingis árið 1000, þegar því tókst að sætta heiðna menn og kristna og taka hinn nýja sið án stórillinda. — „Nú á þess- um fornhelga stað og á þessari hátíðar- stundu bið ég þann eilífa guð, sem þá hélt verndarhendi yfir íslenzku þjóð- inni, að halda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjó^ þess á þeim tímum, sem vér nú eigum framundan", mælti forseti að lokum. Að ræðu forseta lokinni er sunginn hinn verðandi þjóðsöngur „ísland ögr- um skorið“, lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Eggerts Ólafssonar. Er þá lokið fyrsta þætti Lögbeigshátíðarinnar. XVII. FJALLKONAN OG SENDIHERRARNIR. Hinn stærsti sögulegi atburður, sem íslenzkar kynslóðir hafa lifað, er liðinn, — fyrir einni mínútu, fyrir fimm mínút- urn, fyrir hálfri klukkustund. Og tím- inn streymir. íslenzkt lýðveldi er veru- leiki og stundin hverfur. Hún er minn- ing og veruleiki í senn, — minning um athöfnina, veruleikinn um framtíðar- innar frjálsu lýðveldisþjóð, sem er að skapast. Og nú er beðið nýrra atburða. ÚTVARPSTÍÐINDI 147

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.