Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 16
ÓSKATÍMAR OG JAZZ
Allir, sem hlusla á Brezka útvarpið B. B. C.
kannast við hin skemmtilegu atriði, Forces Favor-
ites, Beqipred Records o. s. frv., þar sem þulur-
inn heilsar kumpánalega upp á hlustendur og
segist œtla að spila fyrir þá á grammófóninn
það eða þau lög, sem þeir hafi óskað eftir. lílust-
endur skrifa bréf lil ákveðins manns, sem sér um
þennan dagskrárlið og biðja hann að spila það
lag, sem þeir óska helzt að heyra.
Petta œtti íslenzka útvarpið að taka upp, og
álit ég að hentugasti timinn fyrir slikt atriði,
yrði á undan lestri tilkynninga, fyrir fréttir.
Ég vil nota tækifærið til að þakka danshljóm-
sveitunum ágætan hljóðfæraleik s. 1. vetur og
liefðu þær gjarnan mátt koma oftar fram. Mér
finnst blásturshljóðfærin i hljómsveit Þóris Jóns-
sonar „improvisera" lögin vel, en það mætti
vera meira „swing tempo" í músikinni, og hljóm-
sveitin er of lítil til að sleppa DÍanoundirleik.
Að lokum örfá orð nra hina margumræddu
jazz-músik, einkum vegna sérlega óhugnanlegrar
lýsingar á henni í Utvarpstíðindum fyrir skömmu.
Mér datt í hug þegar ég las þessa „kattarvæls-
lýsingu", sagan um manninn, sem gleymdi að
skrúfa fyrir symfóniutónleikana, en ránkaði fyrst
við sér, þegar fiðlutónarnir fóru að dansa upp á
e-streng í leik svifléttra fiðrilda, en þá þótti
honum nóg um. „truflanirnar" í útvarpinu.
En margir gera sér ekki grein fyrir þvi, að
hvort sem það er hálistræn fiðlusóló eða eld-
fjörugur jazz, sem leikinn er, liggur alltaf á bak
við það ákaflega erfiður lærdómur og æfing —
ásamt mikilli tekniskri snilli.
Steingr. Sigfússon, Patreksfirði.
ATH. En athuga ber það, að „lærdómur,
æfing og teknisk snilli" eru ekki dyggðir nema
að þær séu notaðar í þjónustu lífrænnar lislar.
Ritstj.
RÍKISÚTVARPIÐ
Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að
ná til allra þegna landsins með hverskonar
fracðslu og skemmtun, sem því er unnt að
veita.
AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS
annast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir,
samningagerðir o. s. frv. — Útvarpsstjóri er
venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrif-
stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990.
INNHEIMTU AFNOTAGJALDA
annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998.
ÚTVARPSRÁÐIÐ
(Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar
menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni.
Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiöslu frá
kl. 2'—4 síðdegis. Sími 4991.
FRÉTTASTOFAN
annast um fréttasöfnun innanlands og frá út-
löndum. — Fréttaritarar eru í hverju héraði
og kaupstað landsins. Sími fréttastofu 4994.
Sími fréttastjóra 4845.
AUGLÝSINGAR
Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar
til landsmanna með skjótum og áhrifamiklQm
hætti. Þeir, sem reynt hafa, tclja útvarpsaug-
lýsingar áhrifamestar allra auglýsinga. Aug-
lýsingasími 1095.
VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS
hefur daglega umsjón með útvarpsstöðinni,
magnarasal og viðgerðastofu. Sími verkfræð-
ings 4992.
VIÐGERÐARSTOFAN
annast um hverskonar viðgerðir og breyting-
ar viðtækja, veitir leiðbeinjngar og fræðslu um
not g viðgerðír viðtækja. Sími viðgerðarstof-
unnar 4995.
TAKMARKIÐ ER:
Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn
þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög
þjóðlífsins; hjartaslög heimsins.
Ríkisútvarpið.
152
útvarpstíðindi