Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 4
ast leikstjórn og kennir þar framsögn
og upplestur. Jón hefur nokkrum sinn-
um lesiS upp í útvarpið, og verður inn-
an skamms meS upplestur á kvöld-
vöku. UtvarpstíSindi hafa ekki fyr
haft tækifæri til þess að kynna Jón,
en er fundum okkar bar saman hér
á dögunum, varð það að samkomu-
lagi, að ég skryppi með honum til
Hafnarfjarðar og hann segði mér eitt
og annað frá högum sínum og leikara-
starfsemi. Ég dreg hér saman það,
sem okkur fór á milli og gef Jóni orð-
ið:
— Ég er Norðlendingur í húð og
hár, fæddur á Akureyri 30. október
1904, alinn þar upp og mun leita þang-
að aftur, þótt ég dveljist um stundar-
sakir annarsetaðar, þangað stefnir allt-
af hugurinn, þar er mitt bezta um-
hverfi og framtíðar-öryggi. — Ég var *
á 14. árinu, þegar ég kom fyrst á leik-
sviðið og lék þá púka í Skuggasveini.
— Svo að þú byrjaðir á því að leika
púka, — ertu þá ekki kominn á það
stig nú að leika engla ?
— Onei, það hef ég nú ekki gert,
en persónur af mörgum gerÖum þar
á milli. Ég fór þá strax að leika smá-
hlutverk innanfélags í stúkum og öðr-
um félögum og varð oft að hlíta dóm-
unum ”fremur illa” eða "viðunan-
lega“. Það var víst ekki fyrr en árið
1930, að ég þótti skila hlutverki sem
fullveÖja leikari, það var í “Franska
æfintýrinu”. Égkom oft fram á skemmt
unum, söng gamanvísur, sagði sög-
Frh. á síðu 144.
140
UTVARPSTIÐINDI