Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 9
I ir, kona Halldórs Friðjónssonar rit- stjóra. •Lék hún lengi hjá Leikfélagi Akureyrar við hylli leikhúsgesta. • — Hver eru þér nú hugstæðust af þessum 60 persónugerfum, sem þú hefur brugðið þér í ? — Ég vil nefna fimm hlutverk, sem mér þykir vænst um: Tom Prior í leikritinu ”Á útleið”, Friðþjóf í ’Skrúðsbóndanum” eftir Björgvin Guðmundsson, Theodór Friested í ”Dúnunginn“ eftir Selmu Lagerlöf, Óvinurinn í ”Gullna • hliðinu” eftir Davíð Stefánsson og — Ogmund í ”Skugga-Sveini“ Matthíasar. Þá berst talið að dvöl hans hér syðra og starfinu í Hafnarfirði. — Það er stórhugur í Hafnfirð- ingum, segir Jón, — þeir hafa byggt ráðhús, sem við ætlum að vígja inn- an skamms með frumsýningu á ”Kinnarhvolssystrum“ eftir C. Hauch. Svo er til ætlast að leiksýningar verði 3 kvöld í viku, en kvikmyndasýning- ar í salnum 3—4 kvöld vikulega. Ég hef meira en nóg að gera hér í Firð- inum, 25 áhugasama og skemmtilega nemendur, og leiðsögnina fyrir leik- félagið. Leikfélag Hafnarfjarðar hef- ur ötula forystu og nokkrum efnilegum leikurum á að skipa, sem lofa góðu. Og nú á ég von á henni Huldu Run- ólfsdóttur í tíma klukkan 4. — Já, það er víst ekki rétt að eyði- leggja ykkar dýrmæta tíma, enda næ ég líklega í fjögurvagninn. G. lH BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK Samkvæmisk j ólar og kvöldkjólar. Eftirmiðdagskjólar. PEYSUR OG PILS Vatteraðir silkisloppar og svefnjakkar. Mikið litaúrval Sent gegn póstkröju um allt land. ÓTVARPSTÍÐINDI 145

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.