Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 10
Við héldum Pcettir frá lýðveldisfiátíðinni XVI. HIN MIKLA STUND. Þá stígur biskupinn fram og flyt- ur sína fyrirhuguðu ræðu. Hann talar með raddbreytingum af töluverðum krafti. En eftir ræðu hans syngur hinn mikli kór bæn Matthíasar Jochumsson- ar „Faðir andanna“. Meðan þessu fer fram stendur mann- fjöJdinn þögull. Umferð bifreiða er fyrir nokkru stöðvuð á gjárbarminum, en nokkrir síðbúnir hátíðagestir koma þó enn niður gjána og hraða sér inn í mánn- þröngina. Alvara er í svip flestra. Kon- ur hafa brugðið regnhlífum á loft og víða er staðið svo þétt, að margir njóta skjóls hverrar regnhlífar. Fjöldi karl- manna er berhöfðaður, og þar sem menn standa verjulausir seytlar regnvatnið í taumum niður kinnar og hálsa, jafnt úr þéttu unglingshári sem af breiðum sköll- um virðulegustu gesta. Og meðan bisk- upinn biður drottinn guð að blessa ís- land og börn þess um ókomnar aldir hefst hin mikla skírn. Mannfjöldinn er vatni ausinn úr sjálfum vorhimninum. Og þannig stendur fól'kið klukkan 1,55, þegar Alþingisforseti lýsir yfir gildistöku hinnar nýju lýðveldisstjórnarskrár, segj- andi: Ég lýsi lýðveldi stofnað á íslandi. Þá er kirkjuklukkum hringt um land allt í tvær mínútur. Við heyrum úr gjall- arhorninu að mörgum klukkum er hringt í senn. Það er verið að hringja út gömlu árin, kveðja þau öll, sem horf- in eru í aldanna skaut og hringja til tíða í musteri hins nýja lýðveldis, þar sem frjálst skal og vítt umhverfi og hátt til lofts. Svo kyrrist allt, nema undirleikur náttúrunnar. — Þögn. — Djúp þögn og í þögninni erum við ein þjóð. Því- næst er hinn 70 ára gamli Lofsöngur Matthíasar sunginn. Þá gengur fram forseti sameinaðs Al- þingis, Gísli Sveinsson, og flytur ræðu. Hann er lágur maður vexti, vasklegur í hreyfingum, all-háleitur og borginmann- legur í fasi. Hann fram kvæmir hér sín embættisverk og tiikynnir, að nú hefjist kosning forseta íslands. Þingmenn fara höndum um seðla sína, skrifa á þá eða Skrifa ekki, en brjóta þá saman og safn- ast þá 50 seðlar ti’l talningar, — ættu að vera 52, en tveir þingmenn, Skúli Guðmundsson og Gísli Guðmundsson, eru fjarstaddir sökum veikinda. Jón frá Kaldaðarnesi Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis) aðstoðar Alþingisforseta við talningu atkvæðanna, en mannfjöldinn bíður með eftirvæntingu að heyra úrslit kosningaiv Og Gísli hefur talninguna. — Sveinn Björnsson, mælir hann, — auður, — Jón Sigurðsson, þ. e. a. s. Jón frá Kaldaðar- nesi, — Sveinn Björnsson, — Sveinn Björnsson, — auður, — auður, — Jón Sigurðsson. — Þannig heldur talningin áfram, en menn líta hver á annan, undr- ast og bíða forvitnislegir upplesturs af næsta seðli. Að talningu lokinni hefur Sveinn ríkisstjóri Björnsson hlotið 30 atkvæði, Jón Sigurðsson 5 atkvæði, en 15 seðlar voru auðir. Sveinn Björnsson er því kjörinn forseti íslands, en mann- 146 ÚTVAKPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.