Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Blaðsíða 2
VÍSl’R KFTIR KÁINN.
1930 var gefin út bók er nefndist Vestan um
haf. og flutti svnishorn af Ijóð'um og sögum Vest-
ur-Islendinga. I>ar var auðvitað Káinn, cn svo
illíi hafði tekizt lil við prentun, að svartur blett-
ur var á nefinu á mynd hans í bókinni.
Þá kastaði hann fram þessari stöku:
Ekki cr þelta falleg frélt,
scr flytur netla stefið:
Þeir hafa sett, ef sé ég rétt,
svartan blelt á nefið.
Til þeirra, sem sendu honum bókina, orti Káinn
þrjár vísur, og er sú fyrsta svona:
Þið senduð mér bókina bundna í skinni,
með blettinn .á nefinu — geymdan þar inni.
íig hafði’ ekki mikil af höfðingjum kynni,
en heíðraði landið með fjarveru minni.
Sigurður Nordal var á ferð i Vesturhehni 1931.
Langaði hann til að ná fundi Káins, er hann hafði
mikið dálæti á, og varð það úr, að þeir mæltu
sér mót í Winnipeg. Þurfli Káinn að fara til
mótsins langan veg. Gert var ráð fyrir að hann
myndi þurfa að sitja í veizlum með prófessorn-
um og kvartaði Káinn undan því, að liann væri
ekki skrýddur brúðkauþsklæðúm, fjósamaðurinn
frá Dakota.
Ekki lét hann þetta þó hefta för sína, en orti
i tilefni þessa:
Ef ég fer, þá fer ég ber,
ég ferðast eins og Gandhi.
Þekktur er ég, heima og hér,
holdi klæddur andi.
Þetta var á þeim árurn, sem offramleiðsla í
Bandaríkjunum var sem frægust. Og, er menn
spurðu Káinn eftir nýjum vísum, svaraði hann,
að hann færi eftir boði yfirvaldanna um að
minnka framleiðsluna, enda væri sín framleiðsla
orðin svo að segja engin. Ut af því hafði hann
gert þessa vísu:
ÚTVARPSTÍÐINDI
koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn
kostar kr. 15.00 og greiðist fyrirfram. Af-
greiðsla Hverfísg. 4. Sími 5046. Útgefandi
h.f. Hlustandinn. Prentað i Víkingsprenti
h.f. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Gunnar
M. Magnúss og Jón úr Vör.
♦aMHHaMHroMiinuiomminiiiiimuiOTiwffuuiraiiiinnK*
Skálda minnstur, fyrst. ég fann.
frekar þó sé skrítið,
eina kúnst, sem enginn kann,
að yrkja nógu lítið.
Káinn er fæddur á Akureyri, en fór ungur utan.
Til vinar sins Tryggva Aðalsteins sendi hann bók
sina Kviðlinga og ritaði á þá þessa vísu:
Mér er eins og öðrum fleiri,
ættjörð týnd og gleymd,
samt er gamla Akureyri
enn í liuga geymd.
Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar hefur
verið leikinn víðsvegar um Islendingabyggðir
Ameríku. Einhverju sinni horfði Káinn á slíka
sýningú. Þá varð honum hugsað heim til íslands
og kastaði fram þessari vísu:
Orór hvarflar andi minn
upp til reginfjalla..
Takið mig í útlegð inn,
Eyvindur og Halla.
Um heiniþrá’ sína yrkir liann svona:
• Kæra foldin kennd við snjó,
hvað ég feginn yrði,
mætti Iioldið livila í ró
lieima I Eyjafirði.
KAUPENDUR í nágrenni Reykjavíkur og út-
hverfum eru beðnir að koma ií afgreiðslu blaðs-
ins og greiða árganginn, annars verður liætt að
senda þeim blaðið.
138
ÚTVARPSTÍÐINDI