Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 269 Utvarpsráðstefna Norðurlanda Viðtal við Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóra ÚTVARPSRÁÐSTEFNA Norður- landa var haldin í Helsingfors í Finn- landi dagana 28.—31. maí síðastlið- inn. Alls sóttu ráðstefnuna 33 full- trúar frá Finnlandi, 13 frá Dan- mörku, 13 frá Svíþjóð og 2 frá ís- landi. Allir helztu forystumenn út- varpsstöðvanna á Norðurlöndum voru á ráðstefnunni. Héðan mættu þeir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og Helgi Hjörvar skrifstofustjóri út- varpsráðs. — Útvarpstíðindi sneru sér nýlega til útvarpsstjóra og spurðu hann um ráðstefnuna. Hann sagði meðal annars. „Útvarpsráðstefnur Norðurlanda eru haldnar árlega. Útvarpsstöðvarn- ar í Norðurlöndunum 4: Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eiga mjög margt sameiginlegt, og hægur vandi er að koma á mjög nánu sam- starfi milli þeirra. Veldur því fyrst og fremst skildar tungur, svo að nær allir í þessum löndum geta skilið að mestu leyti tungur hinna — og auk þess, að löndin liggja mjög saman. Samvinna er og náin milli þeirra. Út- varpsstöðvarnar skiptast á mönnum, leikflokkum, hljómlistarmönnum o. s. frv. — Erfiðara er að koma á ná- inni samvinnu milli okkar og þeirra, og er ástæðan auðsæ, ísland liggur Úlvarpsstjórar NorSurlandanna fjögurra: Olav Midtun, Noregi, Ingvi Hugo, SviþjóS, Jónas Porbergsson, íslandi, og F. E. Jensen, Danmörku.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.