Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Qupperneq 6
270
ÚTV ARPSTÍ ÐINDI
langt úr alfaraleið og ekki þýðir að
bjóða þessum ágætu þjóðum að
hlusta á íslenzku. Hins vegar vil ég
taka það fram, að íslenzka útvarpið
hefur notið mikillar vinsemdar út-
varpsmanna á Norðurlöndum, og við
höfum byggt okkar útvarp upp frá
fyrstu tíð með hliðsjón af reynslu
frændþjóða okkar, þó að við þurf-
um að sjálfsögðu í meginatriðum að
sníða okkur stakk eftir okkar eigin
vexti. Helzt mun vera hægt að koma
á samvinnu í hljómlist, og hún mun
verða tekin upp eftir því sem föng
eru á. Á sú samvinna þá fyrst og
fremst að ná til þjóðlegrar tónlistar.
Helztu dagskrármál ráðstefnunnar
voru þessi: Opnun ráðstefnunnar,
Norrænar útvarpsráðstefnur og þýð-
ing þeirra, Sendingatími samnor-
rænna dagskráa, Alþjóðlegar útsend-
ingar, Æskulýðs- og barnatímarnir,
Sér-útsendingar og almennar útsend-
ingar, Sambandið við útvarpshlust-
endur, Útvarpið og blöðin, Val út-
varpsstarfsmanna og þjálfun þeirra,
Útvarpið og fréttaþjónustan. Auk
þessa voru svo ýms mál, sem tekin
voru til umræðu. Urðu allmiklar um-
ræður á ráðstefnunni, og ýmislegt
kom fram, sem var lærdómsríkt. —
Ályktanir voru gerðar í mörgum mál-
um, en þar sem þær hafa ekki að
verulegu leyti þýðingu fyrir okkur,
held ég að ónauðsynlegt sá að fara
nánar út í það“.
Alla dagana, sem ráðstefnan stóð,
nutum við gestrisni Finna í ríkum
mæli. Var furðulegt, hve vel var að
okkur búið, þegar tekið er tillit til
þeirra erfiðleika, sem Finnar eiga
við að stríða, eins og flestar þjóðir
í Evrópu, en ástæður eru þó langsam-
lega erfiðastar þar, þegar miðað er
við Norðurlandaþjóðirnar“.
— Fréttir af útvarpsstarfsemi á
Norðurlöndum ?
„Þær eru fáar. Sú er víst merkust,
að Svíar hafa nú uppi áætlanir um
stórkostlegar breytingar. Þeir und-
irbúa að flytja tvennar eða þrennar
dagskrár á sama tíma. Er gert ráð
fyrir, að þetta kosti um 200 miljón-
ir króna. Þá hafa þeir og í hyggju,
að koma sér upp voldugri útvarps-
höll. Hafa þeir teikningar af henni
og umhverfi hennar fullbúnar, og er
gert ráð fyrir, að hún kosti uppkom-
in um 24 miljónir króna, eða um 45
miljónir íslenzkar.
Það, sem mér fannst athyglisverð-
ast að heyra í samræðum við starfs-
bræður mína frá Norðurlöndum var,
að svo virðist sem útvarpið sé hálf-
gerð hornreka hjá nágrannaþjóðum
okkar. Afnotagjaldið í Svíþjóð er 10
krónur á ári, það samsvarar 18 ís-
lenzkum krónum. Forstjórar útvarps-
ins fóru fram á það við sænska þing-
ið, að því væri leyft að hækka afnota-
gjöldin upp í 15 krónur, en fekk því
ekki framgengt. Þá lagði ríkissjóður-
inn sænski ekki fram nema 500 þús-
und krónur í byggingarsjóðinn. —
Sænsku útvarpsmennirnir kvörtuðu
mjög undan skilningsleysi hins opin-
bera á þörfum og vaxtarmætti út-
varpsins. Sama sögðu Danirnir. Af-
notagjöldin í Danmörku eru líka 10
krónur. Þeir vildu einnig hækka upp
í 15 krónur, en þingið neitaði. Þó var
miljónarkróna halli á rekstri danska
útvarpsins á síðasta ári. — Sænska
útvarpið er hlutafélag. — Afnota-
gjaldið í Noregi er 20 krónur. — Ég
gat hælt okkur íslendingum af því,
að hér væri. óháð og frjálst útvarp,
enda verð ég að segja það, að við hér