Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Qupperneq 8
272
ÚTVARPSTlÐINDI
ÁKVEÐIN ORÐ TIL ATHUGUNAR
Baldur Jónsson, Lundabrekku, skrifar
eftirfarandi: „Útvarpstíðindi hafa tekið
sér það hlutverk, að flytja þjóðinni
„raddir hlustenda" um dagskrá og starf-
semi stofnunarinnar, og lætur útvarpið
svo um mælt, að'sér sé í ])ví fengur, að
njótum, og höfum alltaf notið, góðs
skilnings og stuðnings ríkisstjórna og
þjóðarinnar í heild. Að vísu hefur
okkur, ef til vill, stundum þótt ganga
helzt of seint með nauðsynlegar end-
urbætur, en það er ekki tiltökumál,
og tillit verður að taka til margs.
Þá vakti það líka athygli mína, að
mjög mikið ósamkomulag virðist vera
ríkjandi milli blaðaheimsins á Norð-
urlöndum og útvarpsstarfseminnar.
Já, mér fannst, að það jafnvel nálg-
aðist hatur. Þetta þótti mér undar-
legt og næsta óskiljanlegt. En starfs-
bræðrum mínum fannst líka sjálf-
stæði hins ríkisrekna íslenzka út-
varps furðulega mikið, og ekki síður
undarlegt, að samkomulag væri yfii'-
leitt mjög gott milli íslenzkra blaða-
og Ríkisútvarpsins, þó að stundum
hafi kannske hlaupið snurða á þráð-
inn, sem ekki er neitt undarlegt og
alltaf kemur fyrir. Ég gat líka sagt
frá því með sanni, að sambúðin milli
blaðanna og útvarpsins hér færi
batnandi, en hið sama gátu hinir
ekki sagt“.
fá að heyra sem mest af óskum og kröf-
um útvarpsnotenda. Það er ekki ætlun
mín, að fara hér með mjög róttæka um-
sögn um stofnunina eða starfsliðið ■— að-
alerindi mitl er bundið við sérstakan
þátl starfseminnar, og kem ég að honum
síðar, en drep fyrst lauslega á eitt og
annað. - Eftir hernóm Breta og Banda-
ríkjamanna á Islandi, þegar landsmenn
óðu dýpst í stríðsgróðanum, þá töldu
reyndir og greindir menn, að því auð-
veldara sem menn ættu með að baða sig
í veraldlegum auði — völdum og metorð-
um, því lægra yrði undir loft liinnar
andlegu hliðar þjóðarinnar. ()g þetta hef-
ur, því miður, verið að sanna sig nú
undanfarið, samanher frásögn dagblað-
anna um drykkjuskap, þjófnað og annað
siðleysi. — Útvarpinu er hælt fyrir það,
að það sé inesta menningartæki þjóð-
arinnar, og það er það vissulega. En þar
er hægt að halda misjafnlega á eins og
annars staðar, og ekki treysti ég mér til
að lialda því fram, að útvarpið sé á
þroskaskeiði, vinni það á í eina átt ■—
tapar það í aðra. Þannig eru mínar til-
finningar, að þessi síðustu ár sé útvarpið
lélegra en það var; ætla ekki að reyna
að færa rök að því, hefði miklu heldur
viljað gera hið gagnstæða. — Mig undrar
það nær.ri mest, hve flutningi leikrita er
áhótavant, og finnst mér það tilfinnan-
legra en erindaflutningur — hann er
miklu oftar góður en leikaranna. Þá erti
þulirnir. Þeir eru blátt áfram allir ágæt-
ir, og væri öll útvarpsstarfsemin rekin
jafn óaðfinnanlega, sem þeir reka sitt
starf, þá væri vel. Og þótt þeim kynni
aðeins að fatast með raddblæ við punkt,
þá er það ekki neitt.
IJá er ég kominn að því atriði dag-
skrárinnar, sem ég vil hafa áhrif á, og
sem ég hef reynt áður fyrr, en ekki orð-
ið ágengt:
Útvarp, Reykjavík. Þá koma tilkynn-
ingar. Konan mín Jóna Jónsdóttir andað-
ist að heimili sínu Hóli í Hólshreppi
þann 12. júni. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir mína hönd, harna okkar, barna-
barna og annara vandamanna,
Jón Jónsson.
Jörðin Hóll í Hólshreppi er til kaups
og áhúðar í næstu fardögum. Semja ber