Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI
273
við undirritaðan eiganda jarðarinnar,
sein gefur allar upplýsingar. Réttur áskil-
inn til að taka hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllum.
Hóli, 20./4. 1947,
Jón Jónsson.
Heita iná, að dagskrá útvarpsins hefj-
ist livert kvöld með dánar- og jarðarfar-
artilkynningum, og kalla ég það kvöld-
bæn útvarpsins, og er hún lesin tveim-
sex sinnum, flest kvöld með svipuðu
orðalagi og að ofan greinir. I>að er |)ví
ekki mjög fyrirferðarlítið atriði í dag-
skránni.
Otvarpið er menningartæki, ég sam-
jiykki það. En útvarpið er líka hlóðsuga
og sníkjudýr á þjóðarlíkamanum; það
liefur bori/.t á leið með stríðsgróðamönn-
unum að afla sér peninga. Tilgangurinn
helgar hvaða aðferð sem er, að koma
upp miklu útvarpshöllinni. Prýði verð-
ur lnin fyrir liöfuðstaðinn, en óvíst er
mjög, að við, sem í fjarlægð búum, grein-
um mikinn mun á ágæti þeirrar stofnun-
ar, þótt höllin komist upp. Getur ekki
orðið full hátt undir loft í henni á þess-
ari efnishyggjuöld?
Ég tel ekki útvarpið blóðsugu vegna
afnotagjaldsins. Gott útvarp er kanpandi
háu verði, og hvort 100 krónur er hátt
verð, það kann ég ekki að meta. Útvarp
Reykjavík kalla ég gott útvarp, en það
blóðsýgur fáfróða og skilningssljófa not-
endur, og það fyrirgerir sóma sínum og
blóðsýgur • sjálft sig með því að lesa
kvöldbænirnar sínar á jafn menningar-
lausu mærðarmáli, sem sýnt er fram á
hér að framan. Sér er nú hver virðingin
fyrir móðurmálinu, sem útvarpið ber
með þessari bænagerð.
Vilji útvarpsráð ekki verða við þeim
tilmælum mínum um að færa tilkynn-
ingar til bezta máls, og setja þeim þann-
ig ákveðinn ramma, sem það hefur full-
an rétt til, þá krefst ég þess, að það láti
málfræðing útvarpsins Bjarna Vilhjálms-
son, forsvara bænir sínar í útvarpinu,
þótt hann þá andaðist fyrir hönd út-
varpsráðs — Vandamenn.
Þá ætla ég að nefna annað daglegt at-
riði útvarpsins, sein mér finnst mjög
ósæmilegt, Það er bara að því leyti þol-
anlegra, að allir heiðarlegir menn geta
og gera það, að sneiða hjá því, með því
uð loka fyrir, og þetta atriði er meðferð
„þjóðsöngsins“, að láta hann gjalla í
tímá og ótíma livern dag, lil þess er
liann alltof háleitur og heilagur. Líkt því
inætti telja það, að við hver og einn
gengjum í okkar beztu fötum, jafnt við
mykjumokstur og hverskonar skítverk
sem í kirkjil og við hátíðleg tækifæri.
Þjóðsöngurinn á að lyfta þegnunum
upp i æðra veldi jiegar mest er haft við,
og styrkja sjúka og sorgmædda á mestu
alvörustundum lífsins, en annars hvers-
dagslega í sínum silkimjúku umbúðum.
Ekkert tónverk þekki ég sem ekki ætti
frekar að vera í þessu slarki en einmitt
þjóðsöngurinn ■— fyrir utan þjóðsöngva
annarra þjóða.
Að svo mæltu þakka ég Ríkisútvarp-
inu margar fróðleiks- og skemmtistundir,
en vona fastlega, að hinum fækki, sem
lakari eru, og hverfi þær sem eru óþol-
andi“.
ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA
Ottó B. Arnar
Klapparstíg 16 Revkjavlk
*nnast allskonar viðgerðir á útvarps-
ækjum og öðrum skyldum tækjum
Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfs-
kraftar. Sanngjarnt verð.
— 20 ára reynsla —
Sími 2799
Eiga allir
aö nota
dagl&ga