Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Qupperneq 10

Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Qupperneq 10
274 ÚTVARPSTÍÐINDI Raddir kunnra manna — Lýsingar merkra atburða — Geymist til framtíðarinnar IMý deild við Þjóðminjasafnið UNDIRBÚNINGUR er hafinn að því, að kynslóðir framtíðai’innar geti hlustað á foi’vígismenn þjóðarinnar á liðnum öldum og kynnzt sögu þjóð- ar sinnar með lýsingum samtíðar- manna gegnum útvarp. — Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri hefur þennan undirbúning með höndum, og hefur hann í viðtali við Útvarpstíðindi skýrt nokkuð frá starfi sínu. Hann sagði meðal annars: „Á siðastliðnum vetri komu til viðtals við mig fulltrúi í Stjórnar- ráðinu Birgir Thorlacius og Matthías Þórðarson fornminjavörður. Skýrðu þeir mér frá því, að ríkisstjórnin og þjóðminjasafnið hefðu hug á að koma upp í hinu nýja safnhúsi deild með grammófónplötum, sem á væru raddir merkra manna, lýsingar á merkum atburðum í sögu þjóðarinn- ar o. s. frv. Ráðuneytið fór þess á leit við mig, að ég rannsakaði mögu- leika fyrir því að koma upp slíku safni í samstarfi við Ríkisútvarpið og með aðstoð erlendra grammófón- félaga. Var mér og falið, að reyna að ná sem hagkvæmustum samning- um við erlend félög um þjónustu þeirra í þessu sambandi. Þegar ég fór utan til að sitja út- varpsráðstefnu Norðurlanda í vor, notaði ég tækifærið og fór til Eng- lands til að kynna mér aðstæður þar. Síðan dvaldi ég nokkuð í Svíþjóð og kynnti mér möguleika Svía. í Eng- landi lagði ég málið fyrir stóra grammófónsamsteypu ,sem þar starf- ar, E.M.I. — Elictrical and Musical Industris — og leitaði tilboða hjá því. í Svíþjóð leitaði ég til grammó- fónupptökudeildar Radiotjánst, en Svíar eru komnir mjög langt í þess- ari grein. Mér hafa enn ekki borizt svör, áætlanir eða tilboð frá Eng- landi. Þangað sendi ég nýuppteknar plötur héðan. Voru þær af beztu gerð, en við erum fyrir nokkru búnir að fá fullkomin upptökutæki amerísk, sem kallast Presto, og eru talin hin beztu. — Var gert ráð fyrir, að Englendingar gerðu tilraunir til end- urupptöku af lakkplötum okkar á plötur, sem búnar eru til úr efni, sem eyðist ekki og verður sem nýtt um margar aldir, en það skal tekið fram til skýringar, að lakkplöturnar end- ast lítið og verða ónýtar eftir tiltölu- lega fá ár. Ég tók með mér til Svíþjóðar nokkrar plötur héðan, sem voru með efni, sem Ríkisútvarpinu þykir miklu máli skipta að ekki glatist. Kom ég með sýnishorn af enduruppteknum plötum frá Svíum, og hefur þetta tekizt svo vel, að allir, sem hafa átt kost á að hlusta á þær og gera sam- anburð, hafa undrazt það. Til þess að lesendur skilji þetta mál betur er rétt að skýra nánar frá því hvernig þetta er gert. — Við eig-

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.