Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 12
276
ÚTVARPSTtÐINDI
Sigga gamla
ÞAÐ VAR á sumarskemmtun ung-
mennafélagsins, sem ég sá Siggu
gömlu fyrst.
Ég hafði komið í sveitina um vor-
ið og dvaldi á prestssetrinu hjá móð-
ursystur minni, prestsfrúnni, og
manni hennar.
Það átti að heita svo, að ég væri
kaupamaður, en ekki var mér haldið
strangt til vinnunnar. „Blessuðum
drengnum veitir ekki af því að jafna
sig eftir prófið“, sagði frænka mín.
Ojæja. Gagnfræðaprófi hafði ég
lokið um vorið, með sæmilegum ár-
angri, miðað við framlagt erfiði. En
þetta var á þeim góðu gömlu dögum,
þegar gagnfræðingur var ofurlítið
meira en sauðsvartur almúgi.
Síðari hluta ágúst var skemmtun
ungmennafélagsins haldin.
Hún hófst með ræðuhöldum, íþrótt-
um og öðru, sem slíkum skemmtun-
um tilheyrir, en frómt frá sagt, hafði
ég lítinn áhuga fyrir slíku á þeim
árum.
Það var fyrst þegar dansinn hófst,
að mér fannst skemmtunin byrja.
Það hafði verið fenginn héraðs-
frægur harmónikuleikari, úr næstu
sveit, og hann þandi hljóðfæri sitt
af list og dugnaði eins og orðstý
hans var samboðið.
Dansinn dunaði, og ég sveif um
gólfið með yngismeyjar sveitarinn-
SMÁSAGA
eftir Bjartmar Stein
ar í fanginu, æskurjóðar og bros-
mildar.
„Dömufrí“, kallaði formaður fé-
lagsins. Það varð svolítið hlé. Stúlk-
urnar voru hikandi við að nota rétt
sinn. Þær hvísluðust á, tvær og þrjár
í hóp. Voru auðsjáanlega að eggja
hver aðra að fara af stað, en eng-
in virtist vilja taka að sér forustuna.
Ég gaf mig á tal við Steina á
Bakka á meðan. Hann var búfræð-
ingur, hafði tekið próf um vorið.
Við vorum orðnir nokkuð kunn-
ugir, enda einu menntamennirnir í
sveitinni, af hinum yngri mönnum.
Ég gaf Dísu á Hóli auga í laumi.
Mér fannst hún skrambi snotur
stelpa, og var ekki vonlaus um að
álit hennar á mér væri eitthvað í
líkum anda.
Þá var allt í einu komið við hand-
legginn á mér. Ég leit við. Hjá mér
stóð kvenmaður, auðsjáanlega komin
all-langt yfir fegurstu ár æskunnar.
En það virtist, sem hún hefði ekki
sætt sig við þá ráðstöfun tímans.
Hún var smávaxin, og bar enn meira
á því, sökum þess, að hún var í kjól,
sem náði ekki nema rúmlega að hné.
Klæðnaður hennar hefði farið
ungri stúlku prýðilega, en hjá henni
gerði hann aðeins fingraför áranna
enn ljósari. Hún hallaði til höfðinu,
og leit á mig á ská undan hálfluktum