Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI
277
augnalokum, guð má vita hvar hún
hefur lært það, svo hneigði hún sig
fyrir mér, svolítil beygja í hnjáliðun-
um, og bros, sem átti víst að vera
ljómandi, en mér fundust hálfgerð-
ar grettur.
Mér fannst ókurteisi að neita, jafn-
vel þótt ég sæi, að Dísa á Hóli var
staðin upp og stefndi til okkar
Steina. Ég heyrði hrimta í Steina á
bak við mig. Bölvaður. Hann gat
hlegið. Spilarinn frægi spilaði polka,
og ég þeytti kerlingunni um gólfið
í máttvana reiði, en galt þó mest
sjálfur gremju minnar, því hún var
ótrúlega þung, þótt lítil væri.
Dansinum lauk, og ég sleppti henni
á miðju gólfi. Það var þó ekki laust
við að ég hálfskammaðist mín. Auð-
vitað átti hún sama rétt á því og
aðrir, að skemmta sér. En þegar
næsti dans hófst, og ég sá hana
stefna til mín, þá fór ég út.
Steini kom út rétt á eftir mér.
„Til hamingju, það lítur út fyrir, að
Sigga gamla hafi útvalið þig sem
ball-herra“, sagði hann, og mér virt-
ist glottið á honum verulega and-
styggilegt.
„Hvaða kerlingarfjandi er þetta?“
sagði ég.
„Hún er hálfgeggjuð, greyið, flæk-
ist á allar skemmtanir, sem haldnar
eru. Þar húkir hún á bekkjunum
mestalla nóttina, því að enginn dans-
ar við hana ótilneyddur. Annars virð-
ist henni lítast bara vel á þig“.
Ég leit fyrirlitlega á hann, og
virti hann ekki svars. Svona frækúð-
ingur. Ég labbaði út í mó og settist,
spennti greipar um hnén og horfði
út í loftið. Ég var viss um, að ef að
Dísa gæti rekizt út og séð mig svona,
þá mundi hún halda, að ég væri
Tvær nýjar bækur eftir Ólaf Jóns-
son, höfand hins mikla ritverks
ÓDÁÐAHRAUNS, er át kom í þreni-
ur bindum 19fi5.
FJÖLLIIM BLÁ
Pessi ljóð eru óður til hinna miklu
víðáttu, liressandi og fersk eins og
háfjallaloftiö. Hálöndin eru frjáls
og ósnortinn lieimur, fullur al'
huldulöndum og undrasýnum. Hið
skammvinna suinar í örœfunum vek-
ur upp fyrir sjónum ferðamannsins
huliðsheima þjóðsagnanna í tíbrá og
hillingum. — Pangað biður höfund-
ur lesandann að fylgja sér, yfirgefa
ys og þys byggðarinnar, „útvarp,
bíla, síma“ — „orðaskvaldur, glaum
og glys“.
ÖRÆFAGLETTIJR
Árið 1880 fundust rústir af fornum
mannahíbýlum frammi í Hvanna-
lindum. Víst er um, að mættu stein-
arnir í lirundum veggjunum mæla,
kynnu þeir harmsögu, sem hulin er
móðu og mistri ára og alda. Sagan
ÖRÆFAGLETTUR gerist að mestu
í kofa á lindasvæði uppi á öræfum.
Aðalpersónur sögunnar eru ungur
piltur, sem flýr á fjöll undan rang-
sleitni byggðarmanna, og ung dala-
dóttir, sem forlögin leiða á fund út-
lagans. — Glettur öræfanna magn-
ast, ýmist mjúkar og mildar, eins og
hillingar sólmóðunnar á söndunum
við Herðubreið, eða liarðar og hrjúf-
ar, eins og storknað hraunið.
A þessam furöusló'ðum gerist dstar-
saga, sem engan órar fgrir, lwernig
ráöasl muni, nema hann lesi hana,
en þaö mun kosta vökunætur.
Petta eru bækurnar, seni menn taka
mcö sér i sumarleyfiö, og þeir, sem
heima silja, njóta töfra óbgggöanna
í fjarvist.
Tlwíri