Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 14
278
ÚTVARPSTIÐINDI
skáld. En hún virtist una sér vel í
dansinum. Jæja. Skyldi þetta dömu-
frí ekki vera búið. Ég áræddi að
fara inn. Jú, hamingjunni sé lof.
Ég fór að athuga hvaða dömur
væru lausar. Steini var auðvitað bú-
inn að ná í Dísu.
„Eigum við ekki að fá okkur einn
dans“. Það var Sigga gamla. Röddin
var skræk ,og með einkennilegu brot-
hljóði.
„Það er herrafrí", sagði ég þurr-
iega, og gekk burt til þess að bjóða
Lóu í Dal upp. Hún var ekkert lag-
leg, en hún dansaði eins og engill.
Við dönsuðum af stað, hægan vals.
Mér varð litið til Siggu gömlu. Hún
var á leið að einum auða bekknum.
Mér fannst, að hún væri enn minni
en áðan, þegar ég sá hana fyrst, og
nú brosti hún ekki.
Eiginlega var ég ekkert ánægður.
En gat ekki kerlingarálftin dansað
við einhvern annan.
Ég fór af dansleiknum nokkru áð-
ur en hætt var. Það var ekkert gam-
an á þessum sveitaböllum.
„Ilvernig skemmtirðu þér í gær,
Baddi minn ?“ sagði frænka nn'n dag-
inn eftir, þegar ég var að drekka
morgunkaffið — hádegiskaffi hefði
líklega verið réttara að segja.
„0, það var ekkert í þetta varið,
og svo var einhver kerling alltaf að
ásækja mig“.
„Það hefur þó ekki verið Sigga
gamla“.
„Jú, svo kallaði Steini á Bakka
hana“.
„Ójá, hún má muna tVenna tím-
ana, auminginn, en líklega er það lán-
ið hennar, að hún man ekki“.
„Nú, þekkirðu hana?“
„Nei, ekki beint, en ég hef heyrt
töluvert um hana“.
„Er eitthvað sérstakt með hana,
frænka?“
„Auðvitað er eitthvað sérstakt við
alla, en flestir hafa bara lag á að
vera eins og fólk er flest, eins og
það er kallað“.
„Æi, góða segðu mér af kerling-
unni, á meðan ég er að drekka“.
„Það er nú í rauninni ekki mikið
að segja. Þó get ég sagt þér það, að
einu sinni þótti Sigga einhver glæsi-
legasta stúlkan hérna í sveitinni.
Hún var heitbundin ungum pilti,
bóndasyni af næsta bæ. Svo var það
einu sinni, að þau ætluðu á skemmt-
un, sem var haldin í kauptúninu,
hérna handan við fjörðinn. Þetta var
um vetur, og höfðu verið töluverð
frost, svo að fjörðinn hafði lagt. —
Sigga og fleira fólk fór ríðandi inn
fyrir fjörðinn, en Álfur, hann hét
það, pilturinn, sem Sigga var trú-
lofuð, vildi endilega nota skautafær-
ið á firðinum. En ísinn reyndist
svikull.
Þeir heyrðu hljóðin í honum í
kauptúninu, en það tókst ekki að
bjarga honum. Hann hefur aldrei
fundizt.
Sigga frétti þetta, þegar hún kom
í kauptúnið. Hún fór strax heim. —
Næstu daga lá hún í rúmi sínu og
talaði ekki við nokkurn mann. Svo
virtist brá af henni. Hún fór að
klæða sig, en virtist alveg sinnulaus.
Á Álf minntist hún ekki. Svo var það
einn daginn, að fréttist, að halda ætti
skemmtun í næstu sveit. Sigga fór
strax að búa sig af stað. Foreldrum
hennar þótti vænt um þetta. Héldu,
að hún væri nú að hressast. Þegar
hún kom á skemmtunina fór hún