Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 16

Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 16
280 OTV VRPSTIÐINDI Ég ætlaði að fara að segja henni frá þessari ágætu liugmynd, sem ég hafði fengið, en hún var fyrri tií. „En hvað það er fallegt af ykkur, að dansa svona mikið við Siggu gömlu, aumingjann“. Nú, hún tók það svona. Ég sá enga ástæðu til þess að leiðrétta þann mis- skilning. En eftir þetta sveiflaði ég Siggu mjúklegar en áður í dansin- um, og mér sýndist ekki betur en að hinir strákarnir færu að gera það líka. — Það var liðið á nóttina og fólki farið að fækka. „Síðasti dans“, var kallað. Ég ætl- aði að hraða mér, og ná í Dísu, en um leið kom Steini, heitur og móður. „Þú átt að taka Siggu núna“, sagði hann. „Hvaða vitleysa, við sleppum þess- um dansi“. „Ég held nú ekki. Þú stakkst upp á þessu, og getur ekki skorazt und- an“. Um leið tók hann strykið að bekknum, þar sem Dísa sat. Ég var fyrst að hugsa um að hlaupa á eftir honum, og sjá hvor betur hefði, en sá, að það var of seint. Það var því ekki um annað að gera, en taka þessu með karl mennsku. En um leið leit Dísa til mín. Hjart- að í mér tók tvöfalt heljarstökk, og ég fann, að Steini mátti dansa við hana svo marga lokadansa, sem hann vildi, þann síðasta mundi ég alltaf eiga. Ég gekk til Siggu gömlu. Þennan dans skyldi ég dansa, eins og það hefði verið Dísa sjálf, sem ég hafði í fanginu. Dansinum lauk. „Þakka þér fyrir, Álfur, þetta hefur verið yndisleg nótt“. Sigga gamla hálfhvíslaði þess- um oi'ðum, um leið og ég leiddi hana fram að dyrunum. Mér brá. Það væri þokkalegt, ef ég hefði nú gert kerlinguna vitlausa. Við bjuggumst til heimferðar, — fólkið frá prestssetrinu. Ég hafði kvatt Dísu, og fann, að í þéirri kveðju fólust fyrirheit um miklu meira en orðin sögðu. Það var komið létt við handlegg- inn á mér. Það var Sigga gamla. „Ætli ég mætti ekki fylgjast með ykkur?“ „Sjálfsagt“, sagði ég. Nú vildi ég vera öllum góður. Við héldum af stað. „Viltu ekki leiða mig, góði, ég er dálítið þreytt“. Það var Sigga, sem talaði, og nú var málrómurinn ekki vitund tilgerðarlegur. „Það er velkomið“ ,sagði ég. Grannur handleggur þrýstist að Ávallt glæsilegt úrval af öllum tegundum skófatnaðar. Lárus G. Lúðvigsson SKÓVERZLUN

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.