Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Qupperneq 11
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
3
Yfirhöfuð hefur Starfsmannafélag
Reykjavíkur farið hóflega í að gera
kröfur til launahækkana fyrir hönd
starfsmanna bæjarins. Miklu frekar
hefur stjórn félagsins á undanförnum
árum reynt að jafna ágreiningsmálin
með lægni og lipurð. Fyrir afskipti þá-
verandi stjórnar félagsins tókst að leysa
hina svokölluðu Gasstöðvardeilu á við-
unandi hátt, og hefði tekizt fyrr, og áð-
ur en til nokkurra vandræða kom, ef
stjórnin hefði verið kvödd til ráða þeg-
ar í byrjun deilunnar. Yfirlitsins vegna
er rétt að geta þess, að það voru ein-
mitt starfsmenn Gasstöðvarinnar, sem
fyrst kveinkuðu sér undan ósamræmi
launasamþykktarinnar frá 1919 og vax-
andi dýrtíðar. Á árunum 1935 og 1936
senda þeir stjórn Starfsmannafélagsins
hvað eftir annað kvartanir sínar og
tekst stjórn félagsins að bæta úr vand-
ræðum þeirra að nokkru með hækkuð-
um fatastyrk. Það er einnig starfsmað-
ur Gasstöðvarinnar, hr. Jón Halldórs-
son, sem stingur upp á því á félags-
fundi 16. des. 1935, að félagsstjórnin
fari fram á það við bæjarstjórn, að fé
væri lagt til hliðar í því augnamiði
að mæta launahækkunarráðstöfunum
vegna mjög aukinnar dýrtíðar. Þetta
var þó talið vandkvæðum bundið, þar
sem bæjarstjórn var í þann veginn að
ganga frá fjárhagsáætlun 1936, og var
ekki frekar að gert. Og það er enn út
af síendurteknum erindum kyndara við
Gasstöðina um bætt launakjör, að
stjórn félagsins ræddi við borgarstjóra
11. nóv. 1936 um launakjör starfs-
manna bæjarins almennt. Taldi borg-
arstjóri þá ekki ólíklegt, að þetta
mál yrði tekið til athugunar á næst-
unni og kvað sig mundi fúsan til að
hafa samvinnu við Starfsmannafélag
Reykjavíkur um allan undirbúning
málsins.
Þegar hér er komið sögu, er launa-
málið komið á það stig, að stjórn St. R.,
fyrir hönd félagsins, og borgarstjóri,
fyrir hönd bæjarstjórnar, hafa talast
við um heppilega lausn málsins og snýr
nú stjórn St. R. sér að undirbúningnum
með eftirfarandi samþykkt, sem gerð
er á félagsfundi 20. nóv. 1936:
Starfsmannafélag Reykjavíkur
lieimilar stjórn sinni að greiða fé
úr félagssjóði til undirbúnings til-
lögum um launakjör fastra starfs-
manna bæjarins.
Tillaga þessi var samþykkt á fund-
inum með 32 atkvæðum gegn 1. For-
maður, hr. Nikulás Friðriksson, mælti
með tillögunni og kvað hana framkoma
frá stjórn félagsins vegna þess, að full
ástæða væri til að ætla, að bæjarstjórn
léti taka launakjör starfsmanna bæjar-
ins til rækilegrar yfirvegunar á næsta
ári, og kvað þess vegna nauðsynlegt, að
stjórn St. R. yrði þá búin að rannsaka
málið og undirbúa vandlega, til að geta
lagt strax fram sínar tillögur. Til að
þetta gæti tekist sem bezt, þyrfti að
safna skýrslum frá hinum ýmsu starfs-
greinum bæjarfélagsins og taka til hlið-
sjónar nýjar erlendar fyrirmyndir í
þessu efni, og ennfremur þyrfti að vinna
úr fyrri tillögum Starfsmannafélagsins
til bæjarstjórnar í launamálum (1929).
Til að framkvæma þetta á fullkomlega
viðunandi hátt, kvað hann það álit
stjórnarinnar, að nauðsynlegt væri að
fá hæfan mann til þess að framkvæma
verkið og væri því farið fram á fjár-
veitingu í þessu skyni.
Að launamálið yfirhöfuð var komið
á þetta stig, að samtöl höfðu farið fram